Börn og menning - 01.09.2000, Side 24

Börn og menning - 01.09.2000, Side 24
BÖRN OC mENN|N6 heiðskíran himin, tignarleg fjöll og ólífiilundina sem mótuðu grísku þjóðina. Kristin trú á aðallega rætur í ísr- ael, á meðal pálmatrjáa, eyðisanda og stórra stöðuvatna sem geta klofnað í tvennt. Norrænar goðsagnir eru hins vegar harðar, kaldar og grimmar og eiga vel við eyðilegt íslenskt landslag: brunnið hraun eins og í Dimmuborg- um, hófaför í Asbyrgi og öskrandi, mórautt haf. Af þessum sökum og öðrum finnst okkur að norræn- ar goðsagnir tilheyri okkur og okkar menningu. Hvers vegna þurfum við þá að lesa sögur um goðin fyrir bömin okkar sem hafa verið þýddar úr erlendum tungumálum? Kevin Crossley-Holland getur leyft sér að „spinna“ frjálst út frá norrænni goðafræði: hann leggur ásum og jötnum orð í munn og gerir sögumar skemmtilegar fyrir nútímaböm án þess að þær tapi nokkm af krafti sínum. Af hvaða ástæðum hafa íslenskir bamabókahöfundar vanrækt þessa dýrgripi okkar? Hugsanlegar ástœður Fyrir áhugaleysi íslenskra bamabókahöfúnda á þessari menningararfleifð okkar liggja eflaust margar ástæður. Eftir nokkra umhugsun flugu mér þrjár megin- ástæður í hug sem ef til vill eiga sér engin rök en engu að síður er áhugavert að skoða. Þær em þessar: Fyrsta ástæða: Efnið stendur okkur of nærri Ef til vill þekkjum við norrænu goðafræðina of vel: hún er ekki nægilega „framandi" til að vera áhugaverð. íslenskir unglingar verða að stafa sig ffam úr erfiðum Eddukvæðum í fmmmynd þeirra, á máli sem þeir eiga erfitt með að skilja og fá næstum óbeit á þeim. Sjálf las ég Eddukvæði og Snorra-Eddu sem unglingur í skóla og hafði ekki litið á þetta efni áram saman þegar ég hóf enskunám við H.I. Þar kynntist ég enskum og banda- rískum kennuram sem höfðu brennandi áhuga á þessum menningararfí okkar (og ég skammaðist mín fyrir að þekkja hann ekki betur). Síðan hef ég fýrirhitt fjölmarga Breta sem hafa lagt það á sig að læra íslensku eingöngu til að geta lesið Eddukvæðin og íslendingasögumar á frammálinu. Fyrir þeim er þetta efni sannarlega fram- andi. Önnur ástæða: Fornkvæðin eru „heilög“ Okkar helstu heimildir um ásatrú og goðafræði er að finna í Eddukvæðunum ( Völuspá, Vafþrúðnismálum og Grímnismálum) og í Snorra-Eddu, auk Heimskringlu og íslendingasagna. Þessar perlur vora skrifaðar á fomu máli og því má enginn hreyfa við. Heilagleiki þeirra varð augljós þegar Þórarinn Eldjám réðst í að færa Völuspá nær nútímamáli fyrir böm en þetta framtak hans mæltist mjög illa fyrir hjá sumum, því reiknað var með að bömin sem læsu hana myndu ekki nenna að leggja það á sig að líta á upphaflegu útgáfuna. Jörmund- ur Ingi Hansen, allsherjargoði, tjáði mér hins vegar að út- gáfa Þórarins hafi leitt marga til hinnar upphaflegu Völuspár og kveikt hjá þeim áhuga sem annars hefði ekki tekist. Upphaflega útgáfan stendur auðvitað fyrir sínu - hún er okkar menningararfur - en það þýðir ekki að efnið sé heilagt fyrir okkur og eingöngu aðrar þjóðir megi spinna út frá henni. Það er einkar athyglisvert að Snorri Sturluson leyfði sér sjálfur að spinna út frá Völu- spá og bætti við hana efni úr þjóðsögum og eigin hjarta eins og Jón Hnefill Aðalsteinsson bendir á í grein sinni, „Folk Narrative and Norse Mythology“ (1990). Með tímanum urðu síðan bæði skrif Snorra og Eddukvæðin heilög fyrir okkur. Þriðja ástæða: Heiðin trúarbrögð Goðafræði tilheyrir heiðni og við eram kristin þjóð. Þessi ástæða er kannski sú fjarstæðukenndasta en þó getur verið fótur fyrir henni. Getur verið að við séum hrædd um að böm hrífist of mikið af goðafræðinni - þessum skemmtilegu og skapmiklu ásum - að þau langi að leggja kristni á hilluna og ganga i Asatrúarfélagið? Dæmi frá öðram þjóðfélögum sýna að fomar goðsagnir þurfa ekki að tapa gildi sínu þó svo að þjóðin hafi tekið kristni. Þetta sést til dæmis þegar heimsveldi hafa neytt þjóðir til að gefa foma þjóðtrú upp á bátinn. Þegar þjóðimar losnuðu um síðir úr viðjum heimsveld- anna fóra rithöfúndar að leita í gamla sagnabranna eftir goðsögnum sem höfðu verið grafnar í gleymsku. Elleke Boehmer segir í Colonial and Postcolonial Literature: Rithöfúndar komust að því að guðir, djöflar, umskiptingar, stríðsmenn og furðuskepnur úr þjóðsögum og munnmælasögum höfðu enn sama mátt til útskýringar á tilverunni, þrátt fyrir tilraunir trúboðastöðva og skóla til að út- rýma þeim.Ýmsar verar úr goðsögum var ekki hægt að afskrifa sem úrelt skurðgoð eða heiðniragl. í goðsögunum fólust auðlindir sem nýttust menningarhópum í leit að endumýjaðri sjálfsmynd. (Boehmer, s. 202) Það gerðist meðal annars bæði í Noregi og á íslandi að þeir sem börðust fyrir sjálfstæði landsins grófú upp þjóðsögur og goðsagnir til að efla með mönnum þjóð- emiskennd, styrkja sjálfsvitund þjóðarinnar og auka samstöðu meðal hennar um að viðhalda menningararf- leifð sinni. Vert er að hafa í huga að meirihluti Eddukvæðanna, svo og Snorra-Edda, vora skrifuð í kristni. í þessum verkum eru okkar heimildir um hvemig ásatrúnni var háttað; þau era ekki verk sem ásatrúin byggist á, eins og 22

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.