Börn og menning - 01.09.2000, Síða 25

Börn og menning - 01.09.2000, Síða 25
BÖRN 06 ^ENN[N6 Biblían fyrir kristna eða Kóraninn fyrir Múslima. í bók sinni Norræn goðafrœði bendir Ólafur Briem á að heiðn- in átti líklega enga kerfisbundna guðfræði; það var nýj- ung í Völuspá að setja sundurleitar hugmyndir heiðinna manna í guðfræðilegt kerfi. Ólafur bendir einnig á að Snorra tekst að setja norrænu goðafræðina fram þannig að hann er ekki að boða heiðna trú: hann segir frá gömlu goðunum eins og veruleika. Goðafræðin eins og við þekkjum hana er mótuð af menningu víkingaaldarinnar, því hún var rituð þá. Ólafúr segir að goðafræði sú sem birtist í Eddum og dróttkvæðum geti aðeins brugðið upp mynd af goðunum á síðustu öldum heiðninnar í Noregi og á íslandi. Við vitum ekki hversu virkar goðsögumar voru í trúarlífi ásatrúarmanna. Ólafur segir ennfremur að engar þeirra séu lausar við einkenni skáldskaparins og sumar minni einna helst á ævintýri. Þess vegna tel ég kristinni trú bama ekki stafa nein hætta af því að lesa um goðin. Ýmis afsprengi ásatrúar Með yfirlýsingu minni um að íslenskir bamabóka- höfundar vanræktu norræna goðafræði tók ég ef til vill of sterkt til orða. Við nánari athugun kom í ljós að ýmis afsprengi ásatrúar er að finna í íslenskum bamabókum og það í ríkum mæli. Þetta rann upp fyrir mér eftir áður- greint viðtal við Jörmund Inga, allsherjargoða. Ég bar undir Jörmund Inga þessar vangaveltur mín- ar um skort á goðsögnum úr norrænni goðafræði í ís- lenskum bamabókum. Hann segir að ekki skorti áhug- ann hjá bömum á efninu, því þar sem hann hefúr komið og rætt um ásatrú við böm hafi þau spurt hann spjömn- um úr. Hann segir að þrátt fyrir að goðin sjálf hafi ekki fúndið sér leið inn í margar íslenskar barnabækur hafi trúin á stokka og steina og álfa og tröll - sem á uppmna sinn í ásatrú - stöðugt haldið velli í bamabókum. Trúin á stokka og steina er mjög sterk í ásatrú. Ólaf- ur Briem tekur fram að í formála Eddu segi Snorri um upphaf trúarbragða að menn hafi undrast er þeir sáu skyldleika sinn og jarðarinnar. Þennan skyldleika sáu menn meðal annars í því að jörðin hefúr þann eiginleika að vatn sprettur jafnt uppi á háum fjallatindum og niðri í djúpum dölum. Dýr og fúglar hafa sama eiginleika, því hjá þeim er jafnlangt til blóðs í höfði og í fótum. Einnig vaxa á hverju ári á jörðinni gras og blóm, sem fölna og falla sama ár. Hið sama gerist hjá dýmm og fúglum: þeim vaxa hár og fjaórir sem falla á hverju ári. Þegar jörðin er opnuð, þ.e. þegar grafið er í hana, þá grær með tímanum gras aftur í sárin. Þetta gerist einnig hjá dýmm og fúglum: sárin gróa. Ólafúr Briem segir ennfremur að Snorri bendi á að björg og steinar á jörðinni samsvari tönnum og beinum í dýmm og fúglum. Jörðin er samkvæmt ásatrúnni kvik, fúll af lífi, göm- ul og máttug: hún fæðir öll kvikindi og eignast aftur allt sem deyr. Fommaðurinn undraðist gang himintungla sem virtist stjórnast af óútskýranlegu afli; mönnum fannst að það hlyti að vera stjómandi, máttugur og ríkur, sem stillti gang þeirra. Sá hinn sami réði skini sólarinn- ar og dögg loftsins, vindinum og storminum. Fommenn gáfú þessu öllu nöfn með sjálfúm sér. Þess vegna var eðlilegt að þeir töldu vætti búa í jörðinni, í stokkum og steinum. Þessar vættir hafa lifað áfram í þjóðsögum okkar ís- lendinga og sumar þeirra hafa þróast og tekið breyting- 23

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.