Börn og menning - 01.09.2000, Side 27
BÖRN oc MENN|N6
ákveðinn stað. Það gerist til að mynda í Kleinum og karrí
eftir Kristínu Steinsdóttur (1999) og í Silfurkrossinum
eftir Illuga Jökulsson (1997). í tveimur bókum Þor-
gríms Þráinssonar, Margt býr í myrkrinu (1997) og
Nóttin lifnar við (1998) eru eins konar vættir í náttúr-
unni á Snæfellsnesi.
Enn er líf í stokkum og steinum
Valdimar Tr. Hafstein þjóðfræðingur upplýsti á fyrir-
lestri sem hann hélt í „opnum háskóla" á vordögum
2000 að samkvæmt skoðanakönnun DV í fyrra (1999)
trúi meirihluti íslendinga því enn að álfar séu til. DV
spurði „Trúir þú á álfa?“ og jákvæð svör voru 54,4% en
neikvæð 45,6%. Sú trú að líf sé í stokkum og steinum í
náttúrunni, líf sem við ekki sjáum, er enn við lýði á ís-
landi nútímans og þessi trú endurspeglast í fjölmörgum
bamabókum. Næstum án þess að vita af því tölum við
(og skrifúm) eins og sólin og tunglið og jafnvel þokan
hafi sitt líf: fólk segir að sólin gægist fram úr skýjunum
og rigningin lemji á gluggann. Örfá dæmi úr nýlegum
bamabókum sýna að náttúran virðist hafa líf:
„Himinninn var heiðskír og þverrandi máninn,
nú nálega eineygður, hafði betur í þófinu við
myrkrið.“
(Iðunn Steinsdóttir, Þokugaldur, 38)
„Fjólublá og gulgræn, dönsuðu norðurljósin
seiðandi dansa sína um himininn.“
(Gunnhildur Hrólfsdóttir, Það sem enginn sér,
42).
„Hin þrjú héldu til sjávar þar sem þokubakk-
amir biðu óþreyjufúllir eftir að velgja þeim
undir uggum.“
(Þorgrímur Þráinsson, Nóttin lifnar við, 156)
„Hann lét Sævari efitir að leita að hinu leyndar-
dómsfulla hellisopi sem spýtti hvítfyssandi
sjónum hátt í loft upp þegar sá gállinn var á
veðurguðunum.“
(Þorgrímur Þráinsson, Nóttin lifnar við, 156).
Máninn á í deilum við myrkrið, norðurljósin dansa,
þokan bíður og hellisopið spýtir frá sér. í bók Þorgríms,
eins og í mörgum íslenskum bamabókum, em bömin
hrædd við náttúmna, við hellana og björgin og hraun-
drangana. íslenskar þjóðsögur, sögur af álfum og tröll-
um og öðmm vættum, hafa tengt ýmsa atburði við okkar
hrikalega landslag, þannig að við óttumst það sem í því
getur búið. Sumir bamabókahöfundar segja þó jákvætt
frá lífínu í náttúmnni, sérstaklega Páll H. Jónsson, sem
gæðir hana ósviknu lífi og söguhetjur hans tala við
blómin og fuglana. Afí í Agnarögn (1979) segir við litlu
stúlkuna að náttúran hafi skap eins og menninmir, sem
rýkur upp og hjaðnar síðan:
En þú manst þegar litli lækurinn í brekkunni
brýtur af sér stiflumar sem þið hlaðið stundum.
Þá ílæðir hann og flæðir. Fyllir allar lægðir og
lautir. Og ekkert er hægt að gera nema forða
sér. Svo þegar flóðið er liðið hjá fara lautimar
og lægðimar líka að tæmast. Smátt og smátt
tæmast þær og vatnið hverfur. Flóðið ijarar út.
Allt verður eins og áður, þurrt og gott og fal-
legt. Reiðin í læknum hefúr fjarað út.
(Páll H. Jónsson, Agnarögn, s. 30)
Þessi aðferð Afa dugir ágætlega til að sefa reiði litlu
stúlkunnar. í annarri bók, Berjahít (1978), finnur Afi lít-
inn fugl í smáskúta undir stómm steini. Amma spyr Afa
hvemig honum hafí dottið í hug að leita þar og Afí
svarar:
- Steinninn sagði það.
- Steinninn?
- Já, steinninn. Segðu steininum og hann mun
segja það öðmm. Er það ekki einhvem veginn
þannig, sem sagt er?“
(Páll H. Jónsson, Berjabítur, 95)
Samkvæmt þessum bamabókum virðist maðurinn
enn trúa því að náttúran hafi líf eins og fommaðurinn
sem Snorri talaði um í formála sínum sem ritaður var
fyrir átta hundmð ámm. Við tölum jafnframt oft í dag-
legu máli eins og við trúum því að til séu „guðir“ í fleir-
tölu. Þegar ung manneskja deyr, rita höfundar minning-
argreina: „Þeir sem guðimir elska deyja ungir“. Þegar
talað er um veður em það veðurguðimir sem stjóma því,
eins og sést til dæmis í þessari tilvitnun úr bók Andrés-
ar Indriðasonar, Ævintýralegu sambandi (1997). Aðal-
söguhetjan, Álfur, er staddur úti í hellirigningu ásamt
vinkonu sinni og föður hennar, sem hann kallar „meist-
arann“:
Meistarinn hallaði sér fram, leit upp til himins
og þóttist vera indíáni að ákalla regnguðina.
Umlaði eitthvað í hljóði.
Og sjá!
Eins og hendi væri veifað stytti upp!
Dóttirin og Álfur góndu á hann og göptu.
Hann var líka hissa en reyndi að láta sem þessi
undur og stórmerki hefðu ekki verið einskær
tilviljun.
- Eg talaði við þá þama uppi, sagði hann og
brosti út í annað.
- Þú hlýtur að vera í rosalega góðu sambandi
við máttarvöldin, sagði Álfúr og stökk hlæjandi
út á götu.
25