Börn og menning - 01.09.2000, Page 31
BÖRN OG MENNiNG
^ Ritdómur um bók
Flugfrelsi?
Inga Ósk Asgeirsdóttir skrifar um Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason
sem kom út hjá Máli og menningu 1999. Hún hlaut Islensku bókmenntaverðlaunin sama ár,
fyrst allra barnabóka. Nýverið hlaut bókin einnig hin virtu pólsku Janusz Korczak verðlaun.
Myndlýsingar Aslaugar Jónsdóttur við söguna hafa einnig vakið verðskuldaða athygli.
Einu sinni var
„Einu sinni var blár hnöttur.“ Þannig hefst Sagan af
bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem Áslaug
Jónsdóttir myndlýsir. Eins og upphafsorðin gefa til
kynna er hér ævintýri á ferðinni þar sem hið ómögulega
er sjálfsagt. Á bláa hnettinum búa aðeins böm sem eld-
ast ekki, í fullkominni sátt hvert við annað og náttúrana.
En þótt sagan gerist í tíma- og staðleysi og heimur
hennar sé óraunsær er skírskotun hennar til samtíma
okkar mjög ljós. Andri vinnur meðvitað með ævin-
týraformið en í stað þess að viðhalda andstæðubygging-
unni þar sem góð öfl og slæm takast á hafnar hann
slíkri einfoldun. Persónur sögunnar, börnin á bláa
hnettinum, þurfa því ekki einungis að sigra ógnvaldinn
Gleði-Glaum, fullorðinn aðkomumann, til að jafnvægi
náist á ný heldur þurfa þau að líta í eigin barm, skoða
sinn þátt í eyðileggingunni og fínna leið til að endur-
heimta það sem glatast hefur. Persónur sögunnar eru
því ekki annaðhvort góðar eða slæmar, heldur fyrst og
fremst mannlegar, blindaðar af stundarhagsmunum.
Stuð, stuð, stuð
í sögunni segir frá komu Gleði-Glaums og því
hvemig hann uppíyllir draum bamanna um að geta
flogið. í staðinn „rænir“ hann æsku bamanna úr æsku-
brunninum í hjörtum þeirra og setur á tank. I lokin þeg-
ar bömin era orðin hram og gráhærð og líf bamanna
hinum megin á hnettinum í hættu ætlar hann að fara á
annan hnött. Skeytingarleysið er algert og Gleði-Glaum-
ur er aðeins reiðubúinn að bjarga bömunum hinum meg-
in gegn því að fá úr hjarta einhvers bams síðasta æsku-
dropann og setja steinhjarta í staðinn. Gleði-Glaumur er
ekki þjófur, aðferð hans brýtur ekki í bága við lög þótt
siðlaus sé. Við þekkjum týpuna, sölumanninn sem ætlar
að gefa manni eitthvað. Blessuð bömin taka við öllu í
góðri trú. í byijun telur hann þeim trú um að það hvers-
dagslega og smáa sem bömin gleðjast yfír sé óspenn-
andi og leiðinlegt. Síðan breytir hann lífi þeirra í stöðuga
skemmtun á kostnað náttúrannar þar sem hver gervi-
þörfín rekur aðra. Gleði-Glaumur hrópar brandara í
gjallarhom, bömin fljúga skellihlæjandi um loftin blá,
sólarhringurinn er samfelldur dagur og aldrei bregður
skýi fyrir sólu. „Ýkt skemmtilegt“ eða hvað?
Sagan gerir hið óáþreifanlega áþreifanlegt og rýfur
með því vanabundna hugsun. Við finnum til líkamlega
þegar Gleði-Glaumur ætlar með vélsög að skera Brimi
upp og tilhugsunin um steinhjarta er óhugnanleg.
Sömuleiðis fínnum við til þegar Gleði-Glaumur neglir
sólina fasta á himinhvolfíð og hamrar regnbogann. Sak-
leysi tungumálsins er dregið í efa og sýnt hvemig
Gleði-Glaumur beitir klisjum, slagorðum, hressileika og
óskiljanlegu prósentubulli í því skyni að slæva dóm-
greind bamanna, þagga niður í þeim með því að telja
þeim í trú um að þau viti ekki neitt. Merkingarleysið er
myndgert á mjög skemmtilegan hátt, alls kyns letur-
gerðum er blandað saman, fagurgalinn er oft túlkaður
með flúri, áreitið með feitletrun og falsið með smáu letri.
Orðin era tóm, þau hljóma vel en undirtónn þeirra er
29