Börn og menning - 01.09.2000, Page 33

Börn og menning - 01.09.2000, Page 33
BÖRN OC /v\ENN|N6 Úlfhildur Dagsdóttir: Myndasögur fýrir alla, börn, konur og kalla Almáttugur minn! hugsaði ég með mér eins og kona í skáldsöguþarsem ég horfði á örsmáan snáða standa með myndasöguna Transmetropolitan í höndunum og skoða með hrifningu myndir sem ég vissi gjörla að voru tæplega við hans hæfi. Móðirin stóð við hlið hans og skimaði áhugalaus yfir myndasögubækumar í kringum sig og gerði greinilega alls ekki ráð fyrir að í þessu formi gæti leynst neitt sem varasamt væri bömum; teiknimyndasögur em jú bama- efni, ekki satt? Hreint ekki. Myndasagan í dag einskorðast langt því frá við bamaefni, hafí hún einhvemtíma gert það. Myndasagan er ákaflega fjölbreytt form, sem rúmar jafnt raunsæislegar skáldsögur sem fantasíur, dmnga- legar glæpasögur og glampandi ofúrhetjur, frumlegar framtíðarsögur og ævintýri fyrir böm. Ég hef áður talað um þá fordóma gagnvart sjónrænu efni sem leiða til þess að myndasagan er flokkuð einhliða sem bamaefni: mynd=einfalt=bamaefni en nú finnst mér ástæða til að ítreka að myndasögur eru alls ekki alltaf við bama hæfi. Ég endurtek: Myndasögur em ekki bara fyrir börn og sumar þeirra em ekki ætlaðar bömum, frekar en skáld- sögur fyrir fúllorðna em ekki ætlaðar bömum. Þegar hér er komið sögu er ég farin að minna ansi rækilega á kunnuglega siðgæðisumræðu sem löngum hefúr loðað við myndasögur og náði líklega hápunkti á sjötta áratugnum. Þá hófu siðapostular í líki geðlæknis- ins Fredric Werthams gífúrlega áróðursherferð gegn myndasögum og var sérstaklega uppsigað við ofúr- hetjuparið Batman og Robin, sem þeim fannst bera merki siðspillingar og vera vond fyrirmynd fyrir unga drengi, það er að þeir vom alltaf saman tveir, ungur maður sem er alltaf í félagsskap eldri manns... Að mati Werthrams vom myndasögur samfélags- legur sjúkdómur og gott ef svipaðar raddir heyrðust ekki hér á klakanum fyrir svona hálfúm öðmm áratug: alla- vega hafa myndasögur hérlendis verið fordæmdar af uppalendum sem óhollar (of einfaldar) og varhugaverð- ar (of mikið af myndum, og myndir em hættulegar). Og nú ætla ég, myndasögubaráttuhetjan sjálf, að taka þátt í þessari gagnrýni - eða hvað? Kringumstæðumar þegar mín innri upphrópun (sjá byrjun) átti sér stað vom þær að ég var stödd í nýrri myndasögudeild Borgarbókasafnsins, sem staðsett er í nýja Aðalsafninu á Tryggvagötu. Sú eðla stofiiun hafði tekið þá ákvörðun fyrir margt löngu að stofna þyrfti sér- staka myndasögudeild í nýja húsinu, enda nyti þetta bókmenntaform orðið slíkra vinsælda að ekki mætti ganga framhjá því. Slíkar deildir þekkjast í norrænum bókasöfnum en hér á landi hafa myndasögur verið á flækingi milli bamaefnis og einskismannslands. Og þarsem ég stóð þama og horfði á snáðann með Trans- metropolitan uppgötvaði ég að fólk (foreldrar/fúllorðnir) veit ekkert um myndasögur og kunna ekki að umgang- ast þetta efni; þetta bókmennta- og myndlistarform á sér hvorki sögu hér né hefð, heldur ber einungis með sér ótrúlegan farangur af fordómum - til dæmis þá að myndefni sé bara fyrir böm. Því er hin nýja myndasögudeild bókasafnsins sér- lega þörf með tilliti til þess að á undanfómum áratug hafa komið fram rithöfúndar og teiknarar í Bretlandi og Bandaríkjunum sem hafa verið að gerbreyta myndasög- unni eins og flestir þekkja hana, færa hana úr litríka ofurhetjuhamnum og nær ‘alvarlegri’ bókmenntum, bæði hvað varðar eftii, efnistök og myndmál. Þannig má segja að enskumælandi hefðin hafi verið að færa sig nær þeirri evrópsku sem er að miklu leyti ætluð fúllorðnum. 31

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.