Börn og menning - 01.09.2000, Side 35

Börn og menning - 01.09.2000, Side 35
BÖRN OC /v\EN|N|N6 myrkara og alvarlegra, bættu inn vangaveltum um stöðu ofurhetjunnar, fyrir hvað stendur hún og hvert er hlut- verk hennar? Það er óhætt að segja að ofurhetjusögur eins og X-Men hafi verið áhrifavaldar þessarar hugsunar og rutt brautina fyrir flóknari og margræðari ofurhetju- sögur, sem eru þá ekki lengur sérstaklega við bama hæfi, heldur ætlaðar stálpuðum unglingum og fullorðnum. Það er því ekki sama lengur ofurhetja og ofurhetja. Transmetropolitan Warren Ellis er einn af þeim myndasöguhöfundum sem átt hefur mikinn þátt í að þroska bandarísku myndasöguna. Þessi þroski kemur skemmtilegast fram í sögusyrpunni Transmetropolitan, sem er framtíðarsaga af blaðamanninum Spider Jemsalem. Ellis notar vísinda- skáldskap sem leið til að deila á samtímann og þannig er framtíðin sem við sjáum í Transmetropolitan ýkt mynd af því sem við þekkjum í nútímaþjóðfélagi. Spider er, líkt og Tinni, blaðamaður með köllun. Hann vill frnna sannleikann og opinbera almenningi hann. Spider gæti verið svar Warrens við ofurhetjunni. Reyndar er það eftir- tektarvert hvað margar hetjur em blaðamenn, bæði Súperman (Clark Kent) og Peter Parker (Kóngulóar- maðurinn) em blaðamenn. En þar endar samlíkingin, því Transmetropolitan á fátt eitt sameiginlegt með heimi ofúrhetja þessara og enn minna sameiginlegt með Tinna. Sögumar em ögrandi, grófar og ákaflega ófagrar. Warren gengur viljandi of langt með því að birta okkur hetju sem er eins óhetjuleg og hugsast getur, andstæða Tinna og ofurhetjanna að því leyti að honum er ekkert heilagt, hann drekkur og tekur eiturlyf, eltist við kven- fólk og hikar ekki við að beita ofbeldi ef honum svo líkar - og ef hann getur, en líkt og Tinni er Spider hálfgerður væskill. Myndmál þessara bandarísku sagna er líka ólíkt hinu hreina og beina evrópska en þar er römmunum oft raðað upp á óvenjulegan hátt og þeim snúið á alla kanta og því getur Transmetropolitan reynst óaðgengileg lesn- ing óvönum. Nausicaá Sagan af Navsíku er ekki grísk eins og nafnið gefur til kynna, heldur japönsk. Þetta er umhverfisvænt fram- tíðarævintýri sem segir frá prinsessunni Navsíku og bar- áttu hennar við að vemda jörðina sem hefur að meira eða minna leyti verið lögð í eyði eða gerð óbyggileg vegna langvarandi misnotkunar mannanna. Navsíka er nátt- úmbam sem er í tengslum við jörðina og þau skrímsli sem hana byggja í kjölfar eyðingarinnar. Sami höfundur, Hayao Miyazaki, sendi nýlega frá sér teiknimynd byggða á eigin sögu, sem einnig lýsti ævintýralegri umhverfísvemd, Prinsessa Mononoke. Það er erfitt að halda því fram að þessar japönsku ævin- týrasögur séu ekki við hæfi bama, þó vissulega birti þær aðra og öllu margræðari mynd af náttúm og náttúm- öflum en Disney-myndir. Hinsvegar er myndmál japönsku myndasögunnar mjög ólíkt bæði því evrópska og bandaríska og gæti reynst bömum jafnt sem full- orðnum ijötur um fót. En sögumar em ægifallegar: bæði hvað varðar efni og myndir. Af öðmm gerólíkum sögum má nefna hinn myrka Sandman Neil Gaimans, sem er ævintýrasaga/fantasía ætluð fullorðnum og segir frá drottni draumanna og ævintýmm hans, mögnuð saga í tíu bindum, full af skot- um á Freud. Bone Jeff Smiths hinsvegar, ætti að henta bömum og unglingum ágætlega jafnt sem fúllorðnum en þetta er dásamlegt ævintýri/fantasía, sem segir frá smávemm sem bera ættamafnið Bone og ævintýmm þeirra með mennsku fólki í dularfullum dal. Vonandi nægir þessi stutta upptalning til að sýna framá að myndasögur em margar og margbrotnar og margvíslegar. Myndasagan er jafn fjölbreytt bók- menntaform og skáldsagan og líkt og skáldsagan flokk- ast hún bæði í bamabækur og fullorðinsefni. Greinarhöfundur er bóbnenntafrœðingur. 33

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.