Börn og menning - 01.09.2000, Page 36

Börn og menning - 01.09.2000, Page 36
BÖRN OG MENNiNG Tíðindi Er sjónvarp ekki fyrir börn? Mikil gróska er í sjónvarpsstarfsemi hér á landi. En hvemig sinna sjónvarpsstöðvamar þörfum og áhuga- málum bama og ungmenna sérstaklega? Milli áranna 1993 og 1999 jókst heildarútsendingar- tími Ríkissjónvarpsins um rúm 22%. Engu að síður minnkaði efni fyrir böm og unglinga á sama tíma (úr 20% í 14%). Milli sömu ára jókst útsendingartími Stöðvar 2 um 28%. Aukning varð í efni íyrir böm og ungmenni en samt sem áður lækkaði hlutfall þess úr 15% í 13% . Ekki er síður athyglisvert að hlutfall innlends efnis fyrir böm og ungmenni hefúr skroppið feikilega saman á báðum þessum sjónvarpsstöðvum (úr 48% í 14% hjá RÚV og úr 7% í 0,5% hjá Stöð 2). Þennan umhugsunarverða fróðleik má lesa í grein- inni „Performance of Public and Private Television in Iceland 1993-1999. An Assessment" eftir Ragnar Karls- son og fleiri, sem birtist í tímaritinu Nordicom Review, 1. hefti (júní) 2000. Einnig má nálgast hann á vefslóð útgáfunnar: http://www.nordicom.gu.se. Ahugaverð sýning Sýningin „Margrét litla og önnur böm á miðöldum“ stendur nú yfír í Sjóminjasafni íslands í Hafnarfirði. Sýningin er meðal annars byggð á bemsku Margrétar íyrstu, drottningar sem réð ríkjum á öllum Norður- löndum á dögum Kalmar-sambandsins, sem stofnað var1397. Sýningin er ætluð fimm til níu ára bömum og er byggð upp á myndum og leikföngum sem gefa góða mynd af því hvemig líf bama var á miðöldum. Einnig gefst færi á að skrýðast fötum og leika sér með leikföng frá þessum tíma. Á sýningunni eru einnig nokkrir ís- lenskir munir frá miðöldum, sem tengjast bömum og Þjóðminjasafhið hefúr lánað. Skólabekkir og leikskóla- hópar geta pantað heimsókn á sýninguna og leiðsögn hjá Sigurborgu Hilmarsdóttur, safnkennara Þjóðminjasafns (shilmars@natmus.is) eða komið á opnunartíma Sjó- minjasafns. Sýningin er opin til 15. desember. Doktorsefni Kristín Unnsteinsdóttir, stundar doktorsnám við kennslufræðideildina í University of East Anglia á Englandi. Viðfangsefni hennar em æfmtýri úr munn- legri geymd og áhrif þeirra á skapandi hugsun, hug- myndaflug og tjáningu bama. Anna Heiða Pálsdóttir, bókmenntafræðingur vinnur að doktorsritgerð við University College Worchester á Englandi. Titill ritgerðar hennar er: Landslag, saga, menningar- og þjóðernisvitund: Fræðilegur saman- burður á enskum og íslenskum barnabókmenntum 1968-1998. Athyglisverð bók Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Islands og Is- lenska lestrarfélagið hafa nýlega gefið út bókina Lestrarbókin okkar. Greinasafn um lestur og læsi. I bókinni er safn einkar fróðlegra og skemmtilegra greina, sem flestar hafa verið samdar að beiðni ritnefnd- ar og var meginhugmyndin að safna á einn stað helstu rökum sem kennarar og uppalendur þurfa að hafa á tak- teinum í umræð- um um lestur og hjálpa þannig til að svara algengum spumingum bama og unglinga, eins og segir á bókar- kápu. Auk þess er sótt í eldra efni sem greinir frá fangbrögðum fólks við lestrar- nám og viðhorf þess til bóka, eins og sjá má dæmi um á blaðsíðu 37 í þessu blaði. .ESTRARB0K1N 0KKAR greinasafn um lestur og læsi

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.