Börn og menning - 01.09.2000, Qupperneq 37

Börn og menning - 01.09.2000, Qupperneq 37
BÖRN OC /A ENN|N6 Skólavefur Nýlega opnaði á Netinu nýtt fyrirtæki sem ber heitið Skólavefurinn og sérhæfír sig í gerð náms- og kennslu- efnis á Netinu fyrir nemendur og kennara. Hugmyndin að Skólavefnum er þó ekki ný af nálinni því undir- búningsvinna hefur staðið í næstum þrjú ár og margir lagt gjörva hönd á smíðina. Þeir sem standa að þessu framtaki er hópur kennara og annarra áhugamanna um menntamál sem eru með þessu starfí að láta langþráðan draum rætast. Oft hafa kennarar rætt sín á milli um að gott væri að geta safnað öllum þeim verkefnum sem kennarar út um allt land hafa unnið og koma þeim fyrir á einum stað sem væri aðgengilegur öllum kennurum. Slíkt gerði vinnu kennara auðveldari og markvissari um leið og hún yrði sýnilegri úti í þjóðfélaginu. Þá myndi slíkur verk- efnabanki hjálpa kennumm að sjá hvað aðrir kennarar em að gera og auðvelda þeim að miðla hugmyndum sín- um og efni til annarra kennara. Með tilkomu Netsins sáu aðstandendur Skólavefsins möguleika á að hrinda þessu í framkvæmd. Nýir tímar kalla á nýjar áherslur En Netið getur boðið upp á fleira en staðbundið náms- efni því þessi nýja tækni veitir líka möguleika á námi og framsetningu námsefnis sem hugsanlega eiga efitir að bylta öllum fyrri hugmyndum manna um nám. Skóla- vefurinn vill eiga hlutdeild í þeirri þróun og hefur í því skyni lagt mikinn tíma og fjármuni í að þróa og vinna með gagnvirkt námsefni á Netinu og hyggst í nánustu framtíð nema ný og áður óþekkt lönd á þeim vettvangi. Nú þegar er komið mikið af gagnvirku námsefni á vef- inn, s.s. námstengdar krossgátur, ýmis krossapróf úr námsefni grunnskólans og fleiri gagnvirkar æfíngar af ýmsum toga sem auk þess að þjálfa viðkomandi í ákveðnum námsgreinum leitast við að skemmta nemand- anum. Leikskólinn Auk sérsniðinnar síðu fyrir grunnskólana er á Skóla- vefnum einnig að fínna metnaðarfullt efni sem sniðið er að þörfum leikskólakennara. Á þeirri síðu er að fínna gagnvirka námsleiki af ýmsum gerðum, hugmynda- banka fyrir leikskólakennara, málörvunarverkefni, sög- ur, kvæði, vísur, þulur og margt fleira sniðið eftir þörfum hvers og eins. Námsvefur fyrir einstaklinga og fjölskyldur Þá mun Skólavefurinn einnig innan tíðar fara af stað með sérstakan vef fyrir nemendur og alla þá sem áhuga hafa á námi í nýjum og áhugaverðum búningi. Þar verð- ur leitast við að vera með uppbyggilegt efni af ýmsum toga og brúa bilið sem myndast hefur milli náms og skemmtunar. Það er markmið Skólavefsins að byggja upp lifandi samfélag á vefnum þar sem boðið verður upp á nýtt og skemmtilegt efni í hverri viku. Skólavefínn er að finna á slóðinni www.skolavefurinn.is Þekkið þið einhvern sem stríðir aldrei? Spumingin er lögð fyrir böm í leikskólanum Lundar- seli á Akureyri og er liður í þróunarverkefni sem unnið hefur verið síðastliðin misseri með tilstyrk frá Þróunar- sjóði leikskóla. Yfírskrift verkefnisins er íslenskar barnabókmenntir og þjóðsögur sem uppspretta heim- spekilegrar samræðu meðal leikskólabarna. Guðrún Alda Harðardóttir stýrir verkefninu en Helga María Þórarinsdóttir leikskólakennari hefúr tekið þátt í því frá upphafí. Aðspurð segir Helga María að hugmyndina að verk- efninu megi rekja til áhuga aðstandenda þess á því að bæta samskipti bamanna og gera þau leiknari í þeirri list að umgangast náungann af virðingu og umburðar- lyndi. Einnig að auka skilning bamanna á sjálfum sér og öðmm og ýta undir að bömin færi rök fyrir skoðunum sínum. 1 þessum tilgangi þótti tilvalið að nota íslenskar bókmenntir, nánar tiltekið bamabókmenntir en einnig þjóðsögur þar sem þær endurspegla þjóðmenningu okk- ar og gildi. Segja má að þessar bókmenntagreinar séu kjörin uppspretta að heimspekilegum samræðum. ís- lenskir barnabókahöfúndar em margir heimspekilega þenkjandi og óhræddir við að fjalla um stóra jafnt sem smáa hluti og þjóðsögumar eru uppfullar af heimspeki- legum viðfangsefnum er varða lífíð og tilvemna. Að hluta er markmið verkefnisins að „hugmynda- greina“ íslenskar bamabækur og þjóðsögur með tilliti til þess hversu vel þær henta til að vekja heimspekilega samræðu hjá bömum á leikskólaaldri. Einnig er ætlunin að flokka sögumar eftir því hvaða aldurshópi þær henta best. í lok verkefnisins er áætlað að vinna kennsluleið- beiningar fyrir leikskóla með umijöllun um að minnsta kosti fímmtán sögur; fimm fyrir hvem aldurshóp. Jafn- hliða þessu er annað aðalmarkmiðið að iðkun heimspeki þróist og nái fótfestu með bömunum og starfsfólkinu í Lundarseli. Að mati Helgu Maríu er árangur af verkefninu þegar farinn að skila sér á þann hátt að bömin virðast sjálfstæð- ari og reiðubúnari til að rökræða hlutina. Þau hafa lært að hlusta, spyrja spuminga og grípa ekki fram í fyrir öðr- um. Þau rétta upp hönd til að koma spumingum sínum og skoðunum á framfæri og þjálfast þannig í að beita sjálf sig aga sem getur verið erfitt þegar umræður kom- ast á flug eins og allir vita. 35

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.