Börn og menning - 01.09.2000, Side 42

Börn og menning - 01.09.2000, Side 42
BÖRN oc MENN|N6 Norrænu barnabókaverðlaunin 2000 Danski rithöfundurinn Bent Haller hlaut Norrœnu barnabókaverðlaunin árið 2000Jyrir bók- ina Ispigen og andre fortœllinger (Host og Son, 1998). Þau voru afhent í Malmö 9. ágúst á alþjóðlegri ráðstefnu IASL. Félag norrœnna skólasafnskennara stendur að verðlaununum. Þau eru einu samnorrænu barnabókaverðlaunin og hafa verið veitt árlega frá 1985. Ispigen og andre for- tællinger er safn smá- sagna sem fjalla um mörg óskyld efni. Sögumar em hnitmiðaðar og skýrar og Bent Haller er í senn háðskur og fyndinn. Oft og tíðum beitir hann töfraraunsæi sem hittir lesandann beint í hjarta- stað. Allar eiga sögumar það sameiginlegt að vekja lesandann til umhugsunar og honum er látið eftir að botna þær. Skáldið Bent Haller (1946) er einn þekktasti bama- og unglingarithöfundur í Danmörku. Hann er málari og grafískur hönnnuður að mennt. Bent Haller glímir ekki aðeins við galdra orðsins heldur stundar hann einnig dráttlist og ristir myndir í stein. Arið 1976 sendi hann frá sér sína fyrstu bók, Tvíbytnuna (Katamaranen), sem Vemharður Linnet þýddi á íslensku. Sú bók vakti mikla athygli, enda má segja að hann hafí í þeirri sögu lagt til hliðar ákveðnar hefðir í bama- og unglingabókmenntum. I Tvíbytnunni lýsir Bent Haller hvemig samfélagið ber oft rétt bamsins fyrir borð vegna ásóknar í efnaleg gæði. Niðurstaðan er vonleysi sem endar með skelfmgu. Annað verk Bent Haller sem hefur verið íslenskað er Maður hendir ekki börnum í ruslafötuna (1994). Rauði þráðurinn í öllum bókum hans er bamið sem á rétt á að þroskast og dafna eins og ljóti andarunginn sem varð að fallegum svani. Bent Haller hefur hlotið margar viðurkenningar, meðal annars Bamabókaverðlaun danska menningar- málaráðuneytisins, Bamabókaverðlaun dönsku skóla- safnskennarasamtakanna, auk þess sem hann hefur ver- ið tilnefndur til IBBY-verðlauna. Framlag íslands til Norrænu bamabókaverðlaun- anna var bók Andra Snæs Magnasonar, Sagan af bláa hnettinum, sem Mál og menning gaf út á síðasta ári. Engin tilnefning kom frá Færeyjum en Norðmenn til- nefndu Tor Age Bringsværd fyrir bókina Bewoulf Han som ville bli husket. Frá Svíþjóð varð það rithöfundurinn Moni Nilsson-Brannström fyrir Tsatsiki -bækumar og frá Finnlandi var það Irmelin Sandman-Lilius fyrir Sagor frán Frdmlingsgatan. 40

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.