Börn og menning - 01.09.2000, Síða 43

Börn og menning - 01.09.2000, Síða 43
BÖRN OG mENN|N6 Asgrímur Sverrisson: Horft framan í heiminn Hverskonar kvikmyndir eiga börnin okkar að horfa á? Síðastliðinn vetur hélt Asgrímur Sverrrisson, kvikmyndagerðarmaður, fyrirlestur á ráðstefnu í Gerðubergi um kvikmyndir og börn. Þar varpaði hann meðal annars fram spurningum um hvort myndmiðillinn hafi sterkari áhrif á ómótaðar sálir en bóklestur, hvort hlutverk sagnamanna sé að vera meðvitaðir uppalendur og hver sé ábyrgð foreldra. Þessi athyglisverða umföllun Ásgríms er birt hér á eftir í heild sinni. í örsögubók sinni Vor í dal, lýsir Friðrik Þór Friðriks- son leikstjóri sjálfum sér sem drengnum sem kunni ekki að hræðast. Segir hann svo frá: „Tolli bróðir minn hafði verið á Höfða í mörg sumur áður en ég fór þangað fyrst til dvalar. Það sem honum þótti mest til um í sveitarvistinni voru þær sögur sem Toni, gamli maðurinn í sveitinni, var vanur að segja honum fyrir svefninn. Þegar ég fór fyrst að Höfða hafði ég því afar háar hugmyndir um frásagnir þessar sem hermt var að sendu nístandi hroll niður bak áheyrandans. Strax fyrsta kvöldið hóf Toni að segja mér sögur. Þær voru í þjóðsagnastíl og þótti mér þær helst til bragð- daufar. Ég benti honum á að sögur þessar kæmust ekki í hálfkvisti við það sem ég hafði séð fyrir sunnan í kana- sjónvarpinu. Herti þá Toni róðurinn í frásögnunum. Urðu þær sífellt svæsnari og hrikalegri eftir því sem á dvöl mína leið. Gengu þær svo langt að tröllkonumar sem náðu smaladrengjunum tóku að búa til úr þeim slát- ur og var matreiðslunni og átinu lýst nákvæmlega. En allt kom fyrir ekki. Ævinlega gat ég bent á viðbjóðslegri atriði af skjánum. Svo fór að lokum að Toni missti þolin- mæðina, danglaði í mig með stafnum og hætti að segja mér sögur.“ Mörgum ámm síðar vann Friðrik Þór úr þessari bemskuminningu og öðmm í kvikmyndinni Bíódögum, sem í kjamann fjallar um sköpun nútíma sagnaþuls, kvikmyndaleikstjórans. Þessi saga hans leggur út af því sem kalla má „kynslóðaskipti" sagnahefðarinnar, að böm nútímans upplifi sögur sínar og ævintýri í gegnum miðil myndarinnar umfram miðil orðanna. Hún veltir jafnframt upp þeirri spumingu hvort myndupplifunin hafi sterkari áhrif á ómótaðar sálir en bóklestur eða það sem mælt er af rnunni fram. Þótt hæpið sé að halda slíku til streitu er engu að síður ljóst að frásögn í myndum fel- ur oft í sér mun afdráttarlausari áreiti til viðtakandans. Um þetta reyna góðir kvikmyndagerðarmenn að vera sér meðvitaðir með því að gefa í skyn ffekar en að sýna beint, því oftar en ekki er heillavænlegra að leyfa þeim sem meðtekur sögu í myndum, eða raunar hvaða formi sem er, að nota ímyndunaraflið, túlka áreitin á eigin for- sendum og finna merkinguna með sjálfum sér. í þeim samhljómi við sálu þess sem sér, hlustar eða les hlýtur að vera fólginn kjami góðrar sagnalistar. Saga Friðriks Þórs vísar jafnframt til þeirrar gömlu hugmyndar að böm eigi að meðtaka sögur af öllu tagi. Sögumar sem haldið var að Tona gamla og hann telur sér skylt að koma áfram til yngri kynslóða vom krassandi og æsilegar, í þeim var ekki vikist undan því að taka á óhugnanlegum viðfangsefnum sem geta lagst þungt á ungar sálir. Þar koma fyrir rammir draugar, 41

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.