Börn og menning - 01.09.2009, Side 26
26
Börn og menning
_C**1A.NHS
©
armann brenner scg og slippcr
fyrstikkcn. Den faller ncd pá
bakkcn. og for han rekker á tenkc,
sá har det tatt fyr i det torre gresset.
Garmann slutter á puste, krákene tier
stille og Roy blir blek. Det lukter sett
ogskarpt av grcsset som brenner. Det
knitrer og ilden sprer seg lynraskt.
Snart er ílammene pá alle kanter og
spurvene letler fra hekken.
«Det var du som gjorde det,* sier Roy
og er vekk.
Norðmaðurinn Stian Hole, sem fæddur er 1969, hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár fyrir bókina
Garmanns gate, sem er önnur myndabókin um söguhetjuna Garmann, en bókin fjallar meðal annars
um kynni Garmanns og gamals manns sem kallaður er frímerkjamaðurinn og býr innst í Garmannsgötu.
Verðlaunin voru veitt á ráðstefnu norrænna skólasafnskennara í Esbo í Finnlandi föstudaginn 18.
september.
Stian Hole er hönnuður, myndskreytir og barnabókahöfundur sem hlotið hefur mörg verðlaun og
viðurkenningar, bæði fyrir ritstörf og hönnunarverk. Hann myndskreytir Garmanns gate sjálfur og notfærir
sér óspart forritið Photoshop, en hann þykir hafa þróað mjög persónulegan stíl við myndsköpun. Á hverri
síðu er fremur lítill texti en verkið er ríkulega myndskreytt. Ekki er alltaf samhengi milli mynda og texta
og gefur það lesendum tækifæri til að nota ímyndunaraflið og gerast nokkurs konar meðhöfundar.
Bók Kristínar Helgu Gunnarsdóttir, Draugaslóð, var tilnefnd af íslands hálfu þetta árið en Þóra Sjöfn
Guðmundsdóttir, skólasafnskennari, var fulltrúi (slendinga í dómnefnd. Þeir íslensku rithöfundar sem
hlotið hafa norrænu barnabókaverðlaunin hingað til eru Guðrún Helgadóttir, Kristín Steinsdóttir,
Ragnheiður Gestsdóttir og Brynhildur Þórarinsdóttir.
Að Norrænu barnabókaverðlaununum standa Samtök norrænna skólasafnakennara. Verðlaunín hafa
verið veitt frá árinu 1985 en þau eru fimmtán þúsund danskar krónur ásamt heiðursskjali og listaverki.
Stian Hole hlýtur Norrænu
barnabókaverðlaunin 2009