Börn og menning - 01.09.2009, Side 19
Bangsímon fyrir alla
19
Það er ekki heiglum hent að þýða
bækur fullar af töfrum. Þótt sögurnar um
Bangsímon höfði ekki síður til fullorðinna
voru þær vissulega skrifaðar fyrir börn -
eða, öllu heldur, tiltekið barn - og líkt og
börn búa Bangsímon og vinir hans yfir þeim
skemmtilega eiginleika að skilja orð og
orðasambönd á sinn eigin, skapandi hátt
þegar þau reyna að leggja merkingu í það sem
þau sjá og heyra í kringum sig.1 Dæmi um
slíkt er „rannsokkaveiðangurinn" sem farinn
er á Norðurpólinn, og þær ófyrirsjáanlegu
vangaveltur sem sprottið geta vegna skiltis
sem á stendur „AÐGANGUR B". Guðmundi
Andra ferst verkið vel úr hendi. f meðförum
hans búa persónurnar yfir blöndu kæruleysís
og hátíðleika í hæfilegum hlutföllum og
séreinkennum hvers og eins er komið vel
til skila, sem og stemningu söguheimsins í
heild. Einnig tekst honum stórvel upp með
orðaleikina. Hann leyfir þeim nöfnum og
staðaheitum sem komið hafa fram í fyrri
þýðingum að haldast óbreyttum, og er það
vel að mati undirritaðrar.2
Bangsímon í túlkun fræðimanna
Nú skal hætt á eilítinn útúrdúr og komið inn á
höfundarverk Frederick nokkurs Crews. Árið
1963 gaf hinn ungi Crews út bókina The Pooh
Perplex: A Freshman Casebook. í bókinni
er að finna 12 bókmenntafræðigreinar
eftir jafnmarga fræðimenn, sem hver um
sig fjallar um söguheim Bangsímons út
frá hinni eða þessari fræðikenningu -
marxisma, femínisma, sálgreiningu og þar
fram eftir götunum. Dæmi um greinatitla
1 Bamið sem skrifað var fyrir var Christopher Robin
Milne, sonur höfundar, eða Jakob Kristófer í
(slensku þýðingunni. Þar sem sögumaðurinn „ég"
kemur fyrir ( sögunum og ávarpar lesandann
(eða hlustandann) „þig", er Milne sjálfur á ferð,
sem segir hinum raunverulega Jakobi Kristóferi
sögurnar af nafna hans og dýrunum í skóginum.
2 Að v(su er Kaninka nú karlkyns persóna, en var
höfð kvenkyns í fyrri þýðingum. Það fyrrnefnda
er þó rétt þýðing, þar sem persónan er karlkyns
(frumtextanum og hlýtur kyn orðsins „kanína" á
íslensku að hafa ráðið því að kvenkynið hafi komið
þar inn.
eru „Paradoxical Persona: The Hierarchy
of Heroism in Winnie-the-Pooh" eftir
Harvey C. Window og „O Felix Culpa! The
Sacramental Meaning of Winnie-the-Pooh"
eftir C.J.L. Culpepper. Greinahöfundar eiga
það sameiginlegt að taka sjálfa sig allt að
því hlægilega hátíðlega og lýsir hver sinni
greiningu sem þeirri einu réttu. Allir eru þeir
reyndar sannfærandi á köflum - lesandinn
stendur sig að því að samsinna ólíkustu og
ólíklegustu greiningum og snúast á sveif með
hverri nýrri niðurstöðu ofan í aðra. Eins og
Crews lýsir í formála að endurútgáfu Pooh
Perpiex frá árinu 2003 komu gríðarlegar
vinsældir bókarinnar honum í opna skjöldu,
en hann var vitanlega sjálfur höfundur allra
greinanna og gaf þær út fremur í gríni en
alvöru. „Fræðimennirnir" voru skopstælingar
hans á ónefndum fræðimönnum þess tíma,
sem að sögn Crews þóttust allir sjá hver
annan í hinum uppdiktuðu höfundum, en
enginn til allrar hamingju sjálfan sig.
40 árum síðar, árið 2003, fylgdi Crews
Pooh Perplex eftir með Postmodern Pooh,
þar sem hann gerir skil þeirri þróun sem
orðið hafði í fræðunum í millitíðinni, svo
sem póststrúktúralisma, eftirlendufræðum
og róttækum femínisma.
Crews er ekki sá eini sem reynt hefur að
varpa Ijósi á samfélagið í Hundraðmetraskógi
með greiningu, í gamni og/eða alvöru. Meðal
annars hafa verið settar fram kenningar á þá
leið að dýrin í skóginum séu öll fíklar á hin og
þessi eiturlyf, og verður að viðurkennast að
slík túlkun liggur nokkuð beint við. Hunangið,
sem er Bangsímoni nánast þráhyggja og
spilar hlutverk í hverri einustu sögu, væri
þá skýrasta táknið um fíkn: „...Bangsímon
Púa varð einkennilega innanbrjósts og varð
að flýta sér heim til að fá sér eitthvað
gómsætt til að halda sér gangandi."
(A.A. Milne, bls. 49). Endalaus matarlyst
Bangsímons og frjótt ímyndunarafl gætu
ennfremur bent til einhverskonar annarlegra
áhrifa. Grislingurinn, sítaugaveiklaður og
hvumpinn, gæti sem best verið fastur á
slæmu ofskynjunartrippi. Eyrnaslapi er dapur
og sinnulaus eins og kannabisfíkla er vandi.
Tígri (sem kemur reyndar ekki fyrir í þessum
fyrstu sögum) skoppar þindarlaust um og
mætti ímynda sér að hann sé á einhverju
örvandi. Og Jakob Kristófer getur talað við
dýr (tuskudýr, ef út í það er farið) og má
því gruna hann um að vera undir áhrifum
einhvers konar ofskynjunarlyfja.
Einnig má nefna skýrsluna
„Pathology in the Hundred Acre Wood:
A Neurodevelopmental Perspective on A.A.
Milne"sembirtistárið2000ÍCaæd/anA4ed/ca/
Association Journal. Þar voru leiddar líkur að
því að dýrin í Hundraðmetraskógi mætti telja
þolendur ýmissa félags- og sálfræðilegra
vandamála. Að sögn fræðikonunnar sem
fór fyrir rannsóknarhópnum var markmið
skýrslunnar, auk þess að létta lund lesenda,
að minna á að hver sem er gæti átt við slík
vandamál að stríða.
Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar þjáist
hinn athafnasami en afkastalitli Bangsímon
af athyglisbresti og ofvirkni. Þráhyggja
hans gagnvart hunangi gæti einnig bent til
áráttu- og þráhyggjuröskunar. Grislingur er
haldinn kvíðaröskun og Eyrnaslapi krónísku
þunglyndi. Tígri er áhættufíkill og Uglan
alvitra á við lesblindu að stríða. Kanga á
erfitt uppdráttar sem einstæð móðir og
Gúri er talinn eiga á hættu að feta glapstigu
á unga aldri, sökum skorts á jákvæðum
fyrirmyndum. Rannsóknarhópnum reyndist
erfiðara að skella greiningu á Jakob Kristófer,
en það var í það minnsta talið áhyggjuefni
hversu lítið eftirlit hann byggi við af hálfu
foreldra sinna, og að hann virtist verja mestu
af tíma sínum í samræður við dýr.
Þessar vangaveltur bæta í sjálfu sér litlu við
sögurnar um Bangsímon - einkum má telja
vafasamt að lesendur myndu njóta góðs af
því að skógarbúar færu að neyta hinna ýmsu
geðlyfja, líkt og mælst er til í „Pathology
in the Hundred Acre Wood". Þó má hafa
gaman af þeim - en sá er einmitt tilgangurinn
- og einnig sýna þær ótvírætt fram á það að
Bangsimon býr yfir mörgum víddum, eins og
allar góðar bækur - og kannski einkum og