Börn og menning - 01.09.2009, Side 5
Frá ritstjóra
5
Hvað er það sem
grátandi börn?
heillar við
Fólk um allan heim hefur öldum saman
heillast af myndum af börnum með tár á
hvarmi. Myndir af grátandi börnum héngu
víða á veggjum þegar ég var að alast upp
og þær má enn sjá hér og þar. Ég held að
myndin sem köiluð er „Drengurinn með
tárið" og merkt er listamanninum Bragolin
hafi verið algengust í Hafnarfirði, en aðrar
myndir í svipuðum anda mátti víða finna. í
bókinni Guðirnir eru geggjaðir, segir Stefán
Jón Hafstein frá starfi sínu fyrir Rauða
krossinn í Afríku. í bókinni er kafli með
yfirskriftina „Drengurinn sem grætur" en
þar rifjar höfundurinn upp þegar hann var
sjúkraflutningamaður i Reykjavík og rakst
ósjaldan á drenginn með bústnu kinnarnar
og tárvotu augun á veggjum heimila
Breiðholtsbúa. Þegar Stefán Jón fór síðan
löngu síðar að starfa að nýju á hvítum
bíl með rauðum krossi, en þá i fjarlægri
heimsálfu, endurnýjaði hann kynnin við
eftirprentunina af tárvota barninu. í
kofunum i þorpum Afriku rakst hann hvað
eftir annað á drenginn sorgmædda sem
hafði forðum starað á hann af veggjum
Reykvíkinga. Sömu tárvotu augun og sama
mæðan heillar fólk og hrærir í Súdan og
Grímsnesinu, svo gripið sé til klisjunnar.
íbúar Eþíópíu og íslands elska þetta tárvota
barn og sjálfsagt íbúar allra landa þar á
milli.
Máiarinn og myndirnar
Eftir flandur um Internetið hef ég fundið
merkilega lítið bitastætt um frægasta
málara myndanna af grátandi börnunum.
Myndirnar eru yfirleitt merktar með nafninu
Bragolin en sami listamaður er þekktur
undir nafninu Bruno Amadio, Giovanni
Bragolin og J. Bragolin og samkvæmt
Wikipediu var hann uppi á árunum 1911-
1981. Fjöldaframleiddar eftirprentanir þessa
málara virðast fyrst hafa komist í umferð
um 1950 í Feneyjum en tuttugu og sjö
mismunandi myndir af grátandi börnum
eru merktar Bragolin. Þó að þekktastar
séu myndir af grátandi drengjum eru líka
til myndir af grátandi stúlkum. Stundum
er frægasta myndin af drengnum með
tárið kölluð „Grátandi sígaunadrengurinn",
en ekkert bendir til þess að myndin eigi
að vera af dreng úr flokki Rómafólksins.
Bruno Amadio hefur verið vel drátthagur,