Börn og menning - 01.09.2013, Page 13

Börn og menning - 01.09.2013, Page 13
Myndasagan: Fordómar, fáfræði, möguleikar og máttur 13 og bendir á að samkvæmt umræðunni var skaðinn af tvennum toga, annars vegar sá sem einstök börn urðu fyrir (lesendur) og hins vegar skaðinn sem allt samfélagið varð fyrir, að því leyti að myndasagan ætti þátt í aukningu vandræðaunglinga.7 Eins og hún og fleiri hafa bent á þá voru myndasögur á þessum tíma ekki endilega barnaefni. Eftir seinni heimsstyrjöldina eltist lesendahópurinn og myndasögur voru í auknum mæli lesnar af ungmennum, ungu fólki sem hafði alist upp við myndasögulestur og hélt honum áfram. Þetta fólk vildi gjarna fá efni við sitt hæfi og fann það í hrollvekjum, glæpasögum og ástarsögum. Það vekur sérstaka athygli að ástarsögur urðu gífurlega vinsælar á þessum tíma og voru aðallega lesnar af ungum konum, en þær höfðu til þessa ekki verið virkir myndasögulesendur. Hins vegar stöðvaði sjálfsritskoðunin þetta allt, því eins og Nyberg bendir á var í viðmiðunum eingöngu gengið ut frá því að lesendurnir væru börn. Þannig var myndasagan múlbundin og höfundum var í raun meinað að kanna nýja möguleika í viðfangsefnum og listrænni tjáningu. Þessar takmarkanir beindust bæði að myndasögunni sem barnaefni og sem miðli fyrir fullorðna. I Ijósi þessarar dramatísku sögu verða ummæli Maríu Sigrúnar enn athyglisverðari, en því miður var það svo að í þessari sögu fordóma voru kennarar meðal þeirra sem óttuðust áhrif myndasögunnar mjög. Hægt og hægt komu þó fram ný viðhorf, sem dæmi má nefna að árið 1983 var gefin út í Bandaríkjunum bókin Cartoons and Comics in the Ciassroom: A Reference for Teachers and Librarians. Þrátt fyrir að þar birtist jákvæð viðhorf er bókin ekki að öllu leyti til eftirbreytni því þar er farið afar frjálslega með sögu myndasögunnar. Því er haldið fram að upphaflega hafi myndasagan verið ómerkilegt efni, mest í ætt við áróður, en það sé nú á seinni tímum sem meira raunsæi ríki og að það hafi bjargað forminu; myndasögur í dag (1983) séu mun betri en áður. Að einhverju leyti má sjá hér tilraun til réttlætingar en varla þarf að orðlengja það að söguskýring á borð við þessa er hinn mesti þvættingur.8 Sem betur fer hafa viðhorf og þekking batnað enn síðan þá.9 Þar sem ég starfa á Borgarbókasafni Reykjavíkur og hef umsjón með myndasögudeild er ekki úr vegi að nefna að í dag njóta slíkar deildir mikilla vinsælda og eru mikilvægur þáttur í því þrotlausa starfi bókaverja að hvetja til lesturs. María segir sterkustu eiginleika myndasögunnar liggja í því „að hún er hvetjandi fyrir lesandann, sjónræn og vinsæl. Þá er hægt að nota hana á hagnýtan hátt í tengslum við hvaða efni sem er og á hvaða aldri sem er. [...] Myndasögur geta hjálpað til við að aga nemendur og hjálpað þeim við lestur, sérstaklega þeirra sem hafa ekki yndi af lestri og eru hrædd við að gera mistök við lesturinn. Nemendur sem eiga í lestrarerfiðleikum, hafa sýnt mestar framfarir við að lesa myndasögur." Hún tekur dæmi um þrjár ólíkar myndasögur í ritgerð sinni og bendir á ýmsa möguleika þeirra í kennslu. Með því að skoða ástarsögur frá sjöunda áratugnum er hægt að kenna staðalímyndir kynjanna. Einnig er „gott að skoða útlit sögupersónanna þ.e. klæðaburð og hárgreiðslu og reyna að fá nemendur til að geta til um hvenær sagan á að gerast. Hægt er að bera saman við staðalímyndir sem eru allsráðandi í dag og skoða tímarit og kasta fram kenningum um hvernig óskakonan og óskakarlmaðurinn eru í dag". Annað dæmið sem hún tekur fyrir er bandarísk útgáfa af Grimms-ævintýrunum. Þar nefnir hún hvernig nemendur geta „borið saman myndstílinn í þessum Grimms- ævintýrum og þeim sem koma frá Disney framleiðendunum." Einnig gæti þetta „kveikt áhuga barnanna á að myndskreyta sjálf ævintýri eða þjóðsögur sem krakkarnir þekkja vel og eru í sérstöku uppáhaldi hjá þeim. Flestir krakkar þekkja einhver ævintýri". María fjallar sérstaklega um söguna Pinky and Stinky eftir James Kochalka og nefnir mikilvægi þess að kynna „börn fyrir einföldum sögum. Sjálfstraust barnanna gæti eflstviðað lesa bækureins og Pinkyog Stinky sem eru með mjög einfaldar teikningar sem eru allt að því barnslegar. Helsti kostur slíkra myndasagna í kennslu er sá að með þeim er auðvelt að hvetja nemendur til að teikna sjálfir sína eigin myndasögur. Þeir fyllast síður minnimáttarkennd þrátt fyrir að vera ekki snillingar í myndlist". Að lokum segir María að myndasögur sem taka fyrir hefðbundið efni gætu slegið á fordóma foreldra og kennara gagnvart myndasögum: „Ég er viss um að þegar þeir sæju hve vel er farið til dæmis með Grimmsævintýrin myndu þeir kolfalla fyrir þessari bókmenntagrein." Ég ætla að gera þessi vongóðu orð Maríu Sigrúnar að mínum lokaorðum hér. Uppistaðan f þessari grein er kafli um hrollvekjur og ritskoðun úr væntanlegri bók minni um myndasöguna, sögu hennar og menningarheim. Höfundur er bókmenntafræðingur 7 Amy Kiste Nyberg, „No Harm in Horror": Ethical Dimensions of the Postwar Comic Book Controversy", f Comics as Philosophy, ritstj. Jeff McLaughlin Jackson, University Press of Missisippi 2005, bls. 29. 8 Hún er hins vegar dáldið skemmtileg f Ijósi þess að yfirleitt er þetta öfugt: Allt var betra áður! 9 Sem dæmi má nefna samantekt á vef breska dagblaðsins The Guardian um myndasögur og kennslu: http://www.theauardian.com/teacher-nptwork/7017/ aiia/26/teachina-with-comir-hnoks

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.