Börn og menning - 01.09.2013, Síða 11

Börn og menning - 01.09.2013, Síða 11
Myndasagan: Fordómar, fáfræði, möguleikar og mátfur 11 Tales from the Crypt tímaritið kom út i Bandaríkjunum 1950- 1955. Þessi tegund hrollvekjumyndasagna þótti einna hættulegust ungu fólki. Spectacular" frá 1903. Þar eru myndasögur sérstaklega teknar fyrir en á þessum tíma fylgdu sunnudagsblöðunum myndasögukálfar sem voru afar vinsælir meðal barna og eru fyrsti vísirinn að myndasögublöðunum. Lengi vel var myndasagan aðallega gagnrýnd í samhengi við lestur: Annars vegar var álitið að myndasagan hefti læsi og hins vegar var - á þversagnakenndan hátt - kvartað yfir því að letrið væri svo smátt og svo illa prentað að það hefði skaðleg áhrif á sjón. Sú hugmynd að myndasagan tefji fyrir læsi lifir enn góðu lífi þrátt fyrir að kannanir sýni að svo sé alls ekki.3 Eins og Amy Kiste Nyberg sýnir fram á í bók sinni Seal ofApproval: The Hlstory ofthe Comics Code (1998) var gagnrýni af þessu tagi nokkuð algeng fram eftir fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, þrátt fyrir að ýmsir fulltrúar bæði akademíunnar og bókasafna litu myndasöguna mun jákvæðari augum, eða bentu á að það væru einfaldlega engar rannsóknir sem sýndu fram á spillingaráhrif formsins. En eins og gengur voru það neikvæðu viðhorfin sem voru meira áberandi og samtök á vegum kaþólsku kirkjunnar í félagi við ýmis kvennafélög gengu hvað harðast fram. Myndasögur voru álitnar lágmenning af versta tagi, heftandi fyrir þroska barna og á allan hátt óholl og óheppileg afþreying. Nyberg setur þetta á sniðugan hátt í samhengi við fordóma gagnvart ævintýrasögum frá tímum borgarastyrjaldarinnar í Bandartkjunum °9 svo síðar gagnvart sjónvarpi og sýnir þannig fram á að fordómar gagnvart vinsælli afþreyingu eru endurtekningarsamir °9 langlífir. Ennfremur bendir hún á að fordómarnir byggðu að einhverju leyti á því að í myndasögunum var til barnamenning sem var utan færis foreldranna - og hinna fullorðnu almennt - sem voru iðulega illa læsir á formið og áttu því erfitt með að skilja aðdráttarafl þess.4 Þannig byggðu fordómarnir á vanþekkingu sem átti eftir að verða enn bagalegri þegar á leið, bæði gagnvart innihaldi og því megineinkenni formsins að byggja á samspili orða og myndaraða. Þó er Ijóst að á sama tíma las fjöldi fullorðinna myndasögur í dagblöðum sér til ánægju, eins og aðrar greinar í Arguing Comics sýna - og vinsældir myndasagnanna sjálfra í dagblöðunum sanna, en eins og áður er sagt virðast þær raddir einfaldlega ekki hafa verið eins háværar. Frederic Wertham og krossferðin gegn myndasögunni Gagnrýni á myndasögur náði ákveðnu hámarki um miðjan sjötta áratuginn en frá og með árinu 1948 hóf bandaríski sálfræðingurinn Fredric Wertham krossferð gegn myndasögunni. Árið 1954 gaf hann út bók sem gengur út á að lýsa því hvernig myndasögur, sérstaklega hrollvekjur og glæpasögur, byggju til vandræðaunglinga sem hermdu eftir því sem þeir lesa í Bandaríski sálfræðingurinn William Mouiton Marston skapaði söguhetjuna Wonder Woman 1941. Hann taldi myndasöguna vera góða leið til að ala upp nýja kynslóð barna. „ Wonder Woman is psychological propaganda for the new type of woman who should, I believe, rule the world," skrifaði hann seinna. £mws e&MM/ury aor th/s ATzee/ry /s oufi 8fir/M// SU8JECT TOMOMT. WfTH /6fi US /S TH£ nCRLPS LEACVW6 /VGMfiCfi EXflEW ON 7HE SOC/O/OS/Cfii. 70 //nflscr o/ me gfimvw- særsrx cfi. SARrfloicnew HtzfiEfi. aow, I kncw rmr's scmethia OFANOmfirfiP 75&H. SUfít sounos srewsfi, coavn& out cfi/rrr fioum. /M/emei nfififiUSS. DESfi/TE fiWfil£R7/ THE C/TY 70 THE /NEWA8LE CONS£&C/6VO£S-' í The Dark Knight Returns (1986), teiknimyndasögu um Leðurblökumanninn, deildi Frank Miller á hugmyndir Fredric Werthams. Sagan fjallar um sálfræðing sem finnur Leðurblökumanninum allt til foráttu og er fyrirmynd hans greinilega Wertham. myndasögublöðunum. Hann var ráðgjafi sérstakrar þingnefndar sem rannsakaði unglingaafbrot og hefur sjálfsagt átt sinn þátt í því að þar voru myndasögur teknar sérstaklega fyrir. Eftir að fram höfðu farið „yfirheyrslur" yfir myndasögum sáu útgefendursér ekki annaðfært en aðtaka upp sjálfsritskoðun, einskonar myndasögueftirlit. Þetta leiddi til almennrar hnignunar í heimi myndasögunnar og átti eftir að helta formið um lengri tíma, bæði hvað varðaði gæði, vinsældir og markaðsstöðu. Wertham var sérlega uppsigað við glæpasögur og hrollvekjur og áleit að lestur slíkra sagna kallaði á hættulega eftirbreytni. Bæði hann og aðrir sáu fleira varhugavert í efnistökum myndasögunnar: í myndasögum var gert grín að ýmsum virðulegum stofnunum samfélagsins, myndasagan sýndi berar konur og ofbeldi og kom þannig ranghugmyndum inn hjá börnum og unglingum. Þess má geta að það var gegn þessum hættulegu efnistökum myndasögunnar sem klassískar bókmenntir og álíka efni voru færðar í myndasöguform (sbr. Sígildar sögur) og má segja að þar sé dæmi um hvernig gagnrýni getur haft 3 Sjá Roger Sabin, Comics, Comix & Graphic Novels, London, Phaidon 2001 (1996), bls. 42 og 43. Sjá einnig breska skýrslu frá árinu 1955, British Comics: An Appraisal, ritstj. Miss P. M. Pickard, London, Comics Campaign Council, en þar koma fram viðhorf sem eru um margt furðujákvæð - þó gagnrýnin nálgun sé vissulega í fyrirrúmi. 4 Amy Kiste Nyberg, Seal of Approval: The History of the Comics Code, Jackson, University Press of Mississippi 1998, kafli 1. Sjé einnig Bradford Wright, Comic Book Nation: The Transformation of Youth Culture in America, Baltimore, John Hopkins University Press 2001.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.