Börn og menning - 01.09.2013, Qupperneq 27
Blóðregn
27
fannst það reyndar yfrið nógur tími svo
við gerðumst stórhuga og töldum okkur
vel geta gert allri Njálu skil í minnst fjórum
myndasögum. Þannig varð úr að handritið
sem við unnum að varð hluti af stærri heild
þar sem við hugðumst rekja atburðarás Njáls
sögu aftur í tlmann, frá því að Kári sleppur
úr logandi bæjarhúsum Bergþórshvols til
upphafs deilna þeirra sem knúðu áfram
hefndarvíg sögunnar. Metnaðarfull tilraun en
í hvort öðru fundum við þor og dug til þess
að ráðast í verkið.
Að þessu sumarfríi liðnu var afraksturinn
nær fullgert teiknað handrit að Kára sögu
og um haustið var það fullbúið. Við fengum
fund með útgáfustjóra Máls og menningar
sem kíkti yfir handritið og samþykkti að
gefa bókina út. Hann vísaði okkur svo á
ritstjóra barnabóka. Það kom nokkuð flatt
upp á okkur því satt best að segja hafði
aldrei hvarflað að okkur að bókin ætti að
vera barnabók. Við höfðum þó í vinnu okkar
leitast við að höfða til breiðs lesendahóps og
höfðum þá í huga að gott myndasögulæsi
var ekki almennt á fslandi að okkar mati þó
að myndmálið gerðist hér æ áleitnara eins
og annars staðar. Gróft ofbeldi og kynlíf
hefði að vísu komið sögunni kirfilega fyrir í
flokki með bókum fyrir fullorðna, en um leið
útilokað stóran lesendahóp. En barnabók?
Af hverju ekki? Við vorum svo ánægð með
að fá bókina útgefna að við létum gott heita.
Sagan af Kára leitaði eins og fyrir eigin krafti
yfir til yngri lesenda og sú tilhugsun var
okkur ekki á móti skapi. Einhverjar breytingar
þurfti að gera hér og hvar sem oft voru
vandasamar og skemmtileg áskorun að
miðla manndrápum forfeðranna svo boðleg
væru börnum nútímans. Eftirleikurinn var
Þiarkaðssetning útgefandans sem ræður oft
miklu um afstöðu okkar til bóka. Okkur var
tjáð að myndasöguútgáfa hefði ekki reynst
ábatasöm hjá forlaginu hingað til, þetta
væri dýrt og því riði á að hægt væri að selja
bókina í einhverju upplagi. Gott og vel, við
gátum lifað sátt við það.
Þannig gerðist það að við urðum óvart
barnabókahöfundar. Með útgáfusamning
í höndunum ákváðum við að láta slag
standa, segja upp vinnunni, selja íbúðina og
freista gæfunnar sem myndasöguhöfundar
á Spáni. Þetta var úthugsað brjálæði. Við
sóttum um styrki í ýmsa sjóði og lögðum
áherslu á barnamenningu í umsóknunum,
enda var þeim vel tekið og við fengum
nægilegt fjármagn til að framfleyta okkur í
nokkra mánuði. Við urðum að vinna hratt
því við höfðum heyrt að jafnvel reyndustu
myndasöguhöfundar afköstuðu sjaldan
meira en tveimur síðum á viku. Við töldum
okkur geta gert betur en lærðum fljótt að
þetta er nokkuð nærri lagi.
Fyrsta veturinn I Barcelona komumst
við að raun um tvennt. I fyrsta lagi að
myndasögugerð er afar tímafrek vinna. Þó
að við hefðum unnið áður styttri sögur
og sögubrot var meira en að segja það að
ráðast í að fullklára heila bók. Á það ekki síst
við um hina svokölluðu „handavinnu"; að
blekteikna myndir og lita þær í tölvu tekur
mun lengri tíma en marga órar fyrir, og nei,
það er ekki hægt að teikna persónu bara
einu sinni og breyta henni svo í tölvu til að
nota hana aftur í gegnum söguna. Það er
ekki heldur fljótlegra að tölvulita en handlita,
ástæðan fyrir því að sú leið varð fyrir valinu
var fyrst og fremst tæknileg og fjárhagsleg,
þar eð það hefði verið flóknara og dýrara
að búa handlitaðar síður til prentunar en
tölvulitaðar. ( öðru lagi urðum við þess fljótt
áskynja að það er í raun hægt að verja
ótakmörkuðum tlma í ekki neitt á Spáni.
Þess utan tekur yfirleitt lungann úr deginum
að sinna smáverkum sem maður skýst til í
hádegispásunni á íslandi, svo sem að fara
á pósthúsið, borga reikninga, skrá sig til
heimilis og svo framvegis. Vorið eftir var Kára
saga, eða Blóðregn eins og við ákváðum að
nefna hana, því ekki enn tilbúin, og við sem
höfðum ætlað að gera fjórar bækur. Það
tókst þó að klára hana með lokahnykk um
sumarið á íslandi, þar sem hlutirnir gerast,
og hún kom út um haustið eins og ráð var
fyrir gert. Takturinn í myndasögugerðinni
hjá okkur varð reyndar áfram þannig að
veturnir á Spáni, þar sem við ílentumst
næstu árin, fóru meira í hugmyndavinnu en
sumrin á íslandi í úrvinnslu og lokafrágang.
Það er einfaldlega þannig að umhverfið
og andrúmsloftið í þessum tveimur ólíku
löndum kallar á mismunandi vinnubrögð og
hugsunarhátt.
Útgefandanum og okkur sjálfum til
mikillar gleði var Blóðregni afar vel tekið,
bæði af gagnrýnendum og kaupendum,
og því var auðsótt að halda áfram með
bókaflokkinn. Þessar góðu móttökur urðu
okkur hvatning til þess að halda áfram
og réðumst við því viðstöðulaust í gerð
næstu bókar. Fyrr en varði vorum við búin
að fá bæði barnabókaverðlaun fræðsluráðs
Reykjavíkur og IBBY-verðlaun og orðin virtir
barnabókahöfundar, án þess að það hefði
nokkurn tíma staðið til.
Höfundar hafa gefið út myndasögurnar
Blóðregn, Brennan, Vetrarlíf og Hetjan