Börn og menning - 01.09.2013, Qupperneq 17

Börn og menning - 01.09.2013, Qupperneq 17
Kynjapróf í myndheimum 17 Súffragettan Bravura sækir Gaulverja heim í La Rose et le Glaive eftir Albert Uderzo (1991). Konurnar í þorpinu sauma sér buxur og kjósa Aðalbjörgu, eiginkonu Aðalriks, höfðingja þorpsins. Karlmennirnir flýja allir út í skóg. I lok bókarinnar klæða konurnar sig aftur í kjólana og karlmennirnir snúa heim. gefin loforð og skapi fleiri kvenpersónur í Strumpaþorpi. í þorpi hinsgallvaska Ástríkserstaða kvenna lítið betri. Fyrsta bókin um Ástrík og félaga hans eftir frönsku myndasöguhöfundana Réné Goscinny og Albert Uderzo kom út 1959 og hafa bækur í flokknum komið út samfleytt allar götur síðan, sú nýjasta á þessu ári. Hvorkí meira né minna en fjórar konur búa í þorpinu hans Ástríks, allar harðgiftar. Ein þeirra, eiginkona ríkisbubbans í þorpinu, er undurfögur, með þrýstnar varir og fagran barm, á meðan hinar þrjár eru lágvaxnar, gamlar skruggur og í þokkabót eru þær allar þrjár teiknaðar nokkurn veginn eins. Enginn sérstakur vinskapur ríkir meðal kvennanna. Þrátt fyrir að allar séu þær háttsettar í þorpinu, enda giftar mikilvægustu og ríkustu körlunum, eru þær í stöðugri keppni hver við aðra. Þrjár þeirra, kona höfðingjans, kona smiðsins og kona fisksalans, rífast stanslaust, á meðan hávaxna, glæsilega konan sem er gift ríka gamla kallinum er fýld og dramblát. Eiginkonurnar fjórar koma helst við sögu þegar þær valda uppnámi og innanbæjardeilum. Þær eru aðeíns teiknaðar ánægðar í lok bókanna, þegar þær bera villibráð á langborð fyrir alla karlmennina ' þorpinu. Kvenpersónurnar hafa hver um sig formleg völd í þorpinu sem markast af samfélagslegri stöðu þeirra en með því að smætta samskipti kvennanna niður í ósætti °9 hfrildi draga Goscinny og Uderzo úr krafti þeirra og vægi í söguþræðinum. Sögurnar um Ástrík gallvaska voru í miklu uppáhaldi hjá mér á æskuárunum. Ástríkur er margslungin sögupersóna, með fjölbreytta eiginleika og jafnvel veikleika. Þegar ég las bækurnar tengdi ég sjálfa mig við Ástrík og setti mig í hans hlutverk. Ástríkur var vinamargur, vinalegur, úrræðagóður og skemmtilegur og þó að hann væri skeggjaður eldri maður setti ég mig í hans spor umfram allra annarra í sögunni. Ég ímyndaði mér bókstaflega að ég væri hann. Það er afskaplega leiðinlegt að í sögunum um Ástrík fann ég engar konur sem gátu verið mér fyrirmynd. Mikilvægt að kennarar rýni í myndmál út frá kynjasjónarmiðum Ég hef kennt myndasögu- og hreyfimyndagerð við Myndlistaskóla Reykjavíkur í nokkur ár og ég hef ávallt lagt áherslu á það að nemendur mínir velti fyrir sér stöðu kynjanna í verkum sínum, að þeir velti fyrir sér hvernig þeir teikna kvenpersónur og hvernig þeir teikna karlpersónur. Oftar en ekki er það í fyrsta skipti sem nemendurnir hafa þurft að fara í naflaskoðun, að velta fyrir sér hvernig þeir kjósa að sýna karla og konur í verkum sínum. Mikilvægt er að kennarar í myndlist leggi mun meiri áherslu á kynjaímyndir en þeir gera í dag, að nemendur séu meðvitaðir um framlag sitt til flóru myndefnisins sem fer út í samfélagið. Það er ekki gott fyrir börn og unglinga að alast upp I umhverfi þar sem langflestar sögupersónur eru karlkyns, í umhverfi þar sem konurnar sem við sjáum og lesum um eru flatar og einsleitar sögupersónur sem oftar en ekki eru kynþokkafullar. Og það er heldur ekki gott að kvenfyrirmyndirnar séu þrasgjarnar, valdi samfélagslegum glundroða og séu aldrei, aldrei vinkonur. Staða kvenna í teiknimyndasöguheiminum fer batnandi með hverju árinu sem líður en þó er langt f land þar til teiknimyndasögur sýni lesendum sterkar fyrirmyndir. Höfundur er hreyfimyndageröamaöur og nemi í kennslufræði Heimildaskrá Bechdel, Alison. Dykes to Watch Out For. www.dvkestowatchoutfor.com. Peyo. The Smurfette. Þýðandi Joe Johnson. New York: Papercutz. 2011. Simone, Gail. Women in Refrigerators. http:// www.lbv3.com/wir. Uderzo, Albert. La rose et le glaive. París: Albert René. 2001. Willingham, Bill. Fables: Legends in Exile. New York: DC Comics. 2002.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.