Börn og menning - 01.09.2013, Qupperneq 32
32
Börn og menning
Vesturhlíð! Hvorugur hreyfir sig. Báðir
eru tilbúnir að fljúga hvor á annan
og sparka og berja frá sér. Það blikar
meira að segja á hníf f hendi Reynis!
Allt er kyrrt. Skógurinn heldur niðri í sér
andanum! Það er ógnvægileg spenna í
loftinu! Hvor verður fyrri til að ráðast á
hinn? (bls. 149)
Skógurinn heldur niðri í sér andanum!
Lesandinn heldur niðri í sér andanum! En þá
heyrist ofurlítið þrusk. Lítil flekkótt kanína
hoppar og skoppar inn í rjóðrið, nartar f
girnilegt laufblað og kúkar í grasið.
Hringur og Reynir hafa tapað
einbeitingunni. Þeir hafa misst
augnsambandið. Báðir horfa þeir á
eftir kanínunni hendast ( burtu og svo
á kanínukúkinn í grasinu. Síðan líta
þeir aftur hvor á annan ... og fara að
skellihlæja.
Þeir hlæja og hlæja og ætla aldrei
að geta hætt! Reynir lætur sig falla
niður í grasið. Hann heldur um magann
og gargar af hlátri. Hringur kastar frá
sér boganum, hlammast hlæjandi á
rassinn og nær varla andanum.
(bls. 149-150)
Sigrún víkur sér fimlega undan því að
halda áfram með dystópíska söguþráðinn,
og á endanum sættast ekki aðeins
systkinahóparnir tveir, heldur ná börnin
einnig sáttum við foreldra sína. Lesendur
fá það á tilfinninguna að um vopnahlé sé
að ræða, fremur en varanlegan frið. Börnin
neita nefnilega að snúa aftur heim fyrr en
orsök ófriðarins, Hólminn, verði sprengdur
í loft upp. Hinir fullorðnu íbúar Austurhlíðar
og Vesturhlíðar læra því ekki að lifa í sátt og
samlyndi með bitbeinið á milli sín, heldur
semja þeir einungis frið þegar uppspretta
ófriðarins er tekin frá þeim.
í upphafi og lok bókar gefur Sigrún
lesendum undir fótinn og ýjar að frekari
sögum um (búana í Fagradal. Ef þær
sögur verða einhvern tímann sagðar er
ekki von á að þær verði friðsælar. I lok
Strokubarnanna á Skuggaskeri sveimar
lítill njósnahnöttur á himni og nema augu
hans eitthvað áhugavert í jörðu í Fagradal,
eitthvað sem vekur mikinn áhuga eiganda
hnattarins. Verður ráðist inn í Fagradal?
Hver veit. Eitt er víst og það er að í upphafi
bókarinnar er stuttur kafli sem virðist við
fyrstu sýn vera óviðkomandi söguþræðinum.
I honum er lýst samfélagi sem stendur
í Ijósum logum, eldtungur teygja sig til
himins, ónefndir sögumenn þessa forleiks
hafa lagt á flótta frá eyðileggingunni, ekki
lengur strokubörn heldur flóttamenn stríðs,
átaka og eyðileggingar.
Höfundur er bókmenntafræðingur