Börn og menning - 01.09.2013, Side 20

Börn og menning - 01.09.2013, Side 20
20 Börn og menning 2 Sveppagreifinn birtist first i II y a un sorcier á Champignac eftir André Franquin áriö 1951. gantast með fáránleika klæðnaðarins. Þannig gerist Seinheppinn syndaselur eftir Tome og Janry (síðasta bókin sem út kom á íslensku) á kóralrifi í Kyrrahafi, þar sem skúrkur sögunnar leitar athvarfs í yfirgefnu hóteli og neyðist til að ganga um i vikapiltsfötum á meðan Svalur er borgaralega klæddur. Morvan og Munuera, sem sömdu fjórar bækur í sagnaflokknum í byrjun þessarar aldar, beittu sömuleiðis hugkvæmni við að smygla lyftuvarðargallanum inn í söguna. Þannig lenda Svalur og Valur í eltingaleik við japönsku mafíuna á hóteli í Tókýó þar sem Svalur dulbýr sig sem vikapilt snemma bókar og hefur svo ekki ráðrúm til fataskipta fyrr en í sögulok. Núverandi höfundar Svals og Vals, þeir Yoann og Vehlmann, ganga enn lengra í póstmóderníska gríninu með því að láta söguhetjuna kvarta hástöfum í upphafi bókanna yfir að þurfa að klæðast fíflalegum búningi á meðan Valur félagi hans útskýrir glottandi að allt sé þetta gert að kröfu útgefenda og styrktaraðila, í Ijósi þess að Svalur sé heimsþekkt teiknimyndahetja. Traustur vinur Valur, fylgdarsveinn Svals og trúnaðarvinur, kom til sögunnar hjá Jijé, öðrum teiknara sagnaflokksins. Jijé tók við pennanum þegar stríðið kom í veg fyrir að Rob-Vel héldi áfram. Yfirbragð sagnanna breyttist ekki stórvægilega að því frátöldu að ný aukapersóna var kynnt til leiks: Fantasio eða Valur. Valur var í fyrstu flautaþyrill, glaumgosi, kvennamaður og með ólæknandi tækjadellu. Jean-Claude Fournier tók við afAndré Franquin sem teiknari bókanna um Sval og Val. Fyrsta bók Fourniers var Le faiseur d'or (1970) en þá tók Gormurinn í síðasta skipti þátt í ævintýrum félaganna tveggja. Hið síðastnefnda hefur ekki bráð af honum í gegnum áratugina en að öðru leyti hefur persóna hans breyst úr því að vera ábyrgðarlaus kjáni í að vera skapbráður en framagjarn blaðamaður. I vinnunni treður hann sífellt illsakir við Seccotine eða Bitlu, hina snoppufríðu blaðakonu sem ítrekað skýtur Val ref fyrir rass í baráttunni um hylli ritstjórans. Bitla er frávik í persónugalleríi Svals og Vals-bókanna sem nálega eina unga konan [ heimi þar karlar eru allsráðandi. í þessu efni skera þó Svalur og Valur sig ekki úr fransk- belgísku teiknimyndahefðinni og koma þar til dæmis Tinna-bækurnar upp í hugann. Raunar mun kynjaslagsíðan að hluta tilkomin vegna opinberra reglna sem bönnuðu fullorðnar aðalpersónur af sitthvoru kyni í teiknimyndasögum fyrir börn, nema um væri að ræða systkini eða hjón. Milli Vals og Bitlu ríkir stöðug keppni og togstreita þótt þau neyðist oft til að taka höndum saman. Aldrei ber á neinni ástúð þeirra á milli þó að Valur sé að öðru leyti talsvert upp á kvenhöndina öfugt við Sval sem sýndi um áratuga skeið engin merki um áhuga á hinu kyninu. I seinni tíð hefur þó nokkur breyting orðið á þessu og kynferðisleg spenna myndast milli Svals og Bitlu eða annarra sterkra kvenkyns aukapersóna sem farnar eru að sjást í bókaflokknum. Fjölskyldan stækkar Það var teiknarinn og höfundurinn Franquin sem skapaði Bitlu, líkt og raunar velflestar af þekktari aukapersónum Svals og Vals- Nic Broca og Flaoul Cauvin stýrðu þremur bókum um Sval og Val við upphaf 9. áratugarins. Fyrsta bók þeirra, La ceinture du grand froid, kom út árið 1983. sagnanna. Hann var ungur teiknari á ritstjórnarskrifstofum Dupuis, þegar honum var skyndilega falin umsjón með Sval og Val árið 1946. Franquin breytti sagnaflokknum varanlega með því að teikna lengri sögur, upp undir 50 síður í stað 12-15 síðna smásagna. í fyrstu voru vinnubrögðin þó svipuð og tíðkast höfðu hjá forverunum, þar sem sögurnar voru skrifaðar frá viku til viku án skýrrar hugmyndar um hvernig ævintýrin ættu að enda. Með tímanum urðu vinnubrögðin agaðri og sögurnar fylgdu fyrirframsömdu handriti. Við þetta bættist að um og upp úr 1950 var almennt farið að gefa framhaldssögur teiknimyndablaðanna út á bókarformi skömmu eftir að þær höfðu lokið göngu sinni í tímaritunum. Það olli því að listamenn gátu í auknum mæli leyft sér að hugsa um sögur sínar sem samhangandi verk í stað þess að þurfa sífellt að skilja við áhorfendur spennta [ lok hverrar síðu til að fá þá til að kaupa næsta tölublað. Lengri og flóknari sögur kölluðu á net aukapersóna og skipulagðari sagnaheim sem Franquin hófst þegar handa við að búa til. Sveppagreifinn kom til sögunnar strax um 1950. ( fyrstu sögunni var hann siðblindur vísindamaður sem hirti ekkert um afleiðingar gjörða sinna en varð í næstu bókum táknmynd hins vitra vísindamanns sem hugsaði um hag mannkyns en tók sífellt þá áhættu að uppfinningar hans féllu í rangar hendur-sem kalla má gegnumgangandi stef í sagnaflokknum. Sveppagreifinn býr á setri rétt fyrir utan

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.