Studia Islandica - 01.06.1964, Blaðsíða 9
FORMÁLI
Mállýzka er þýðing á „dialekt". Fyrir hart nær aldarfjórð-
ungi tók Björn heitinn Guðfinnsson að nota orðið í nokkuð ný-
stárlegri og þrengdri merkingu, um staðbundin framburðarsér-
kenni. Síðan hafa nokkrir íslendingar, sem um hljóðfræði hafa
fjallað, tekið þetta upp. En þar sem „íslenzkar mállýzkur“ eru
varla til í venjulegasta skilningi (um verulegan mun á merk-
ingu, forða og myndum orða), þá kynni þessi sérhæfða notkun
orðsins að geta valdið misskilningi, einkum meðal útlendinga.
Ekki ætti samt að vera við því hætt í riti því, sem hér birtist,
þar sem mállýzka er aðeins höfð í þessari sérstöku, hljóðfræði-
legu merkingu. En sjálfsagt var að fara hér eins nærri orða-
vali hins látna höfundar og framast mátti verða.
Doktorsrit Björns Guðfinnssonar, Mállýzkur I, kom út í
Reykjavík, á vegum ísafoldarprentsmiðju, árið 1946, en for-
máli dagsettur 15. marz 1944. Þar segir, að „nægjanleg gögn liggi
fyrir í annað bindi svipaðrar stærðar". Úr þeim gögnum er unnið
efni þessa rits, sem kemur út átján árum síðar en Mállýzkur I
— og tuttugu árum eftir að dr. Björn hætti framburðarrann-
sóknum sínum að mestu, því að eftir 1944 gat hann lítið að þeim
unnið sökum heilsubrests, og við efnissöfnun (hljóðkönnun) gat
hann lítið fengizt eftir 1943, samdi Mállýzkur I veturinn 1943—
1944. En margt veldur drætti þeim, sem orðið hefur á útgáfu
þessa rits.
Björn Guðfinnsson lézt haustið 1950. Hafði hann þá ekki lokið
til fulls framburðarkönnun þeirri, sem hann hafði upphaflega
fyrirhugað, eins og nánar er skýrt frá í Inngangsorðum hér að
aftan. Nokkru síðar bárust háskólanum gögn þau, sem hann
hafði eftir sig látið í þessum efnum og eru í vörzlu háskóla-
bókasafns. Reyndust það vera 6250 framburðarspjöld, aðallega
um böm á aldrinum 10—13 ára (sbr. Mállýzkur I, bls. 84 og