Studia Islandica - 01.06.1964, Síða 11
9
fyrir flýti. Og raunar skiptir litlu máli, hvort þetta rit kemur
út tíu árum fyrr eða síðar. Það hefur aðallega málsögulegt gildi,
um framburðareinkenni og útbreiðslu þeirra á þeim tíma, er
rannsóknin fór fram, og til samanburðar við þær breytingar,
sem orðið hafa á framburði og útbreiðslusvæðum, þegar sam-
bærilegar rannsóknir kunna síðar að verða gerðar hérlendis.
Einnig hafa þessar rannsóknir sjálfsagt ýmiss konar gildi til
samanburðar fyrir erlenda hljóðfræðinga.
Verkaskipting þeirra Ólafs og Óskars var í aðalatriðum sem
hér segir:
Ólafur M. Ólafsson vann úr spjaldskrá þeirri, sem lýst er hér
að framan, með þeim hætti, að hann dró saman hverja mállýzku
og flokkaði hljóðhafa eftir henni. Gerði hann þannig skýrslur
um öll framburðaratriði spjaldskrárinnar. Einnig lauk hann
við að reikna út heildarniðurstöður um útbreiðslu sumra mál-
lýzkna á tilteknum svæðum (í sýslum og kaupstöðum). Loks
skráði hann á skýrslur sínar ýmiss konar vitneskju af spjald-
skránni um ættir prófmanna. Voru þessar skýrslur Ólafs nauð-
synlegar til undirbúnings endanlegri útgáfu.
Óskar Ó. Halldórsson tók við þessum skýrslum Ólafs ásamt
spjaldskrá Björns Guðfinnssonar. Vinna hans var fyrst í því
fólgin að reikna út ýmsar niðurstöður og taka saman nýjar
skýrslur með tilliti til prentunar, þar sem sitthvað var saman
dregið. Svo setti hann ritið saman, frá hans hendi er efnisskip-
an og orðalag að mestu, en um gerð alla og orðfæri hafði hann
vitaskuld nána hliðsjón af Mállýzkum I. Loks las Ólafur M.
Ólafsson handrit Óskars yfir og gerði fáeinar tillögur til smá-
breytinga, svo að endanlega gengu þeir frá ritinu sameiginlega.
Ég þakka báðum þessum gömlu og góðu nemendum mín-
um fyrir alúð þeirra og kostgæfni við þetta torunna verk, trún-
að þeirra við hinn látna upphafsmann þess og ágæta samvinnu.
Okkur fannst öllum sjálfsagt, að ritið bæri nafn Björns Guð-
finnssonar sem höfundar. Einnig kom okkur saman um að
kalla það Um íslenzkan framburö, en Mállýzkur II yrði undir-
fyrirsögn, og eru þó eitt hundrað eintök prentuð með því aðal-
heiti. En bókin hlýtur óhjákvæmilega að vera með nokkuð öðr-
um hætti en orðið hefði frá hendi Björns, þótt allt sé hér unnið
í hans anda, og einnig kemur það hér út í sérstöku ritsafni.
Þótti eðlilegt, að þetta væri gefið út í tímariti heimspekideildar