Studia Islandica - 01.06.1964, Page 13
Inngangsorð
Rannsóknir þær á íslenzkum framburði, sem skýrt er frá
í þessari bók, fóru að mestu fram á árunum 1941—’43. Var
ætlun dr. Björns Guðfinnssonar að gefa út rækilegt rit um
þær, og kom fyrsta bindi þess, Mállýzkur 1, út í Reykjavík
árið 1946. I formála tekur höfundur fram, að rannsóknun-
um sé ekki lokið að fullu, en nægjanleg gögn liggi fyrir í
annað bindi svipaðrar stærðar.
Sökum heilsubrests auðnaðist dr. Birni ekki að ljúka
verki því, er hér var hafið, og var framhald ritsins því enn
ókomið, er hann lézt árið 1950. Þó hafði hann birt ýmsar
niðurstöður um helztu mállýzkuflokkana árið 1947 í bók
sinni Breytingar á framburði og stafsetningu, sem var raun-
ar að fyrri hiuta fyrirlestur hans um það efni.
Rannsóknir dr. Björns voru tvenns konar, yfirlitsrann-
sóknir og sérrannsóknir. Markmið yfirlitsrannsóknanna
var að kanna útbreiðslu hverrar mállýzku, en með sér-
rannsóknunum var reynt að komast að þróun einstakra
mállýzkna i ýmsum atriðum. 1 Mállýzkum I, bls. 100—150,
er gerð rækileg grein fyrir rannsóknunum sjálfum og til-
högun þeirra. Verður sú greinargerð ekki endurtekin hér,
þótt hún eigi einnig við efni þessarar bókar.
Við fráfall höfundar lágu fyrir fullnægjandi gögn um
yfirlitsrannsóknirnar. Hefur efni þessarar bókar að mestu
verið úr þeim unnið. Til þess að gefa lesendum nokkra
hugmynd um gögn þessi eru hér að aftan birt sýnishorn
þeirra. Farast dr. Birni orð um þau á þessa leið: