Studia Islandica - 01.06.1964, Síða 16
14
2) Bakhlið framburðarspjalds úr sveit:
Nafn
Heimilisfang
Fæðingardagur og ár
Dvalartími í hreppnum .... ár
Önnur vitneskja
Nafn föður
Or hvaða héraði (sveit, kaupstað)
Nafn móður
Or hvaða héraði (sveit, kaupstað)
Skráning framburðarins fór að sjálfsögðu fram, um leið
og hljóðhafi las. Varð ég tíðum að hafa mig allan við að
fylgjast með, einkum ef barnið var hraðlæst og skrá þurfti
margar athugasemdir. Textana varð ég að kunna nálega
orðrétt, því að enginn tími gafst til að líta á þá, meðan
könnunin fór fram, en hins vegar var nauðsynlegt að vita
fyrirfram, hvenær von var á hverju atriði.“ 1
Við sérrannsóknirnar notaði dr. Björn sértexta. Eru þrjú
sýnishorn þeirra birt í Mállýzkum I, bls. 143—146, en tvö
í þessari bók, bls. 62—63 og 76—77. „Prentaður var texti
fyrir hvert barn, og fór könnunin fram á þann hátt, að strik-
að var undir hljóðasamböndin, sem rannsökuð voru, eftir
ákveðnum reglum, jafnóðum og barnið las.“ 2
Því miður var sérrannsóknunum ekki lokið, er dr. Björn
lézt, og gögn þau, er fyrir hendi voru, aðeins frumgögn.
Hefur af þeim sökum ekki verið um þær fjallað með þeim
hætti, sem dr. Björn mun hafa ætlað sér. Eigi að síður hafa
þær orðið að nokkru gagni við samningu þessarar bókar,
1 Mállýzkur I, 140.—143. bls.
2 Sama rit, 143. bls.