Studia Islandica - 01.06.1964, Side 46
II
Hv-framburður — kv-f ramburður
Skýrslur þær um útbreiðslu hv-framburðar og kv-fram-
burðar, sem hér fara á eftir, sýna einungis niðurstöður yfir-
litsrannsóknanna. Um sérrannsóknirnar hafði B. G. ritað
lítið eitt, skömmu áður en hann lézt.1 I þeirri grein fjallaði
hann einnig um sumar niðurstöður yfirlitsrannsóknanna,
einkum um takmörk og einkenni mállýzkusvæðanna, og
verður það ekki endurtekið hér, heldur gerð grein fyrir með
nokkrum orðum, hvernig hefur verið unnið úr framburðar-
spjaldskránni.
Skiptingu B. G. í hv-svæði, kv-svæði og blendingssvæði
er fylgt hér. Þar sem kv-framburðurinn var því sem næst
einráður, eru aðeins birtar heildarniðurstöður hverrar
sýslu, og sleppt er með öllu framburðarskrám frá Vestfjörð-
um, Húnavatnssýslum og Siglufirði, með því að á þessum
stöðum varð hv-framburðar ekki vart.
Á eftir framburðarskránum er jafnan greint frá uppruna
ýmissa hljóðhafa, þar sem þörf þykir að skýra framburð
þeirra. Eru ættir þeirra raktar til ákveðinna mállýzku-
svæða. 1 þessu sambandi er þó ekki ætíð unnt að viðhafa
fyllstu nákvæmni sökum þess, sem nú skal greina: I spjald-
skránni er mjög oft gerð grein fyrir uppruna hljóðhafa með
því einu að nefna sýslur þær, sem foreldrar eru ættaðir úr,
en þar sem mállýzkumörk fylgja ekki sýslumörkum, er
ókleift að vita, hvorum megin markanna hljóðhafinn á upp-
runa sinn. Um þetta atriði er hér fylgt eftirfarandi reglum:
1 B. G.: Þáttur úr íslenzkum mállýzkurannsóknum, Menntamál
XXIII, 3. h. 1950.