Studia Islandica - 01.06.1964, Page 54
52
Aðeins einn hljóðhafi (í Hvammsskólahverfi) hafði
blandaðan framburð ([%w + k"v]). Var hann í a. æ. úr V.-
Skaftafellssýslu, og skýrir það framburð hans.
Skagafjarðarsýsla.
Hljóðkannaður var 201 hljóðhafi.
hv-framburð höfðu............... 0,50%
kv-framburð höfðu............... 99,00%
Blandaðan framburð höfðu........ 0,50%.
hv-framburð ([>/"']) hafði einn hljóðhafi (í Akrahreppi).
Hann var í a. æ. af vestra blendingssvæði, en í h. æ. úr
Skagafirði. Faðirinn hafði y_w-framburð og hafði kennt
barninu hann.
Blandaðan framburð ([yw + khv]) hafði einn hljóðhafi (í
Holtshreppi). Hann var í a. æ. af vestra blendingssvæði, en
í h. æ. úr Skagafirði.
Eyjafjarðarsýsla.
I-Iljóðkannaðir voru 305 hljóðhafar.
hv-framburð höfðu............... 0,00%
kv-framburð höfðu............... 99,67%
Blandaðan framburð höfðu........ 0,33%.
Blandaðan framburð ([yw + khv ]) hafði einn hljóðhafi (í
Dalvíkurhreppi). Hann var í a. æ. af hv-svæðinu og fram-
burður hans því að fenginn.
Akureyri.
Hljóðkannaðir voru 175 hljóðhafar.
hv-framburð höfðu............... 0,57 %
kv-framburð höfðu............... 98,86%
Blandaðan framburð höfðu........ 0,57%.
Hreinan hv-framburð ([%"]) hafði einn hljóðhafi, en
framburður hans mun hafa verið aðfluttur, því að hann
var í a. æ. af hv-svæðinu.
Blandaðan framburð ([yw + khv]) hafði einn hljóðhafi,