Studia Islandica - 01.06.1964, Page 55
53
en sá var í a. æ. af hv-svæðinu, og mun framburður hans
þaðan kominn.
Suður-Þingeyjarsýsla.
Hljóðkannaðir voru 240 hljóðhafar.
hv-framburð höfðu............... 0,42%
kv-framburð höfðu............... 98,33%
Blandaðan framburð höfðu........ 1,25%.
Hreinn hv-framburður ([xw]) kom fyrir hjá einum hljóð-
hafa (í Skútustaðaskólahverfi). Þetta barn var í b. æ. það-
an úr hreppnum, en orsök þessa framburðar var sú, að móð-
irin hafði tamið sér hv-framburð og kennt barninu að lesa.
Blandaði framburðurinn kom fyrir hjá 3 hljóðhöfum (í
Skútustaða-, Aðaldæla- og Húsavíkurskólahverfum). Einn
þessara hljóðhafa var í a. æ. af eystra blendingssvæðinu.
Hinir tveir voru í b. æ. af kv-svæðinu, en annar þeirra hafði
dvalizt eitt ár á eystra blendingssvæði (Borgarfirði eystra).
Orsök framburðar hins er ókunn.
N orður-Þingey jaxsýsla.
Hljóðkannaðir voru 107 hljóðhafar.
hv-framburð höfðu............... 1,87%
kv-framburð höfðu............... 98,13%
Blandaðan framburð höfðu........ 0,00%.
Hreinn hv-framburður ([-/w]) kom fyrir hjá 2 hljóðhöf-
um. Var annar í öxarfjarðarskólahverfi, en hinn í Raufar-
hafnarskólahverfi. Hinn fyrrnefndi var í b. æ. af kv-svæð-
inu, en hafði lært hv-framburðinn af sunnlenzku fólki, er
hann hafði dvalizt með. Hinn síðarnefndi var í a. æ. af hv-
svæðinu, og mun framburður hans því einnig aðfluttur.
N orður-Múlasýsla.
Skólahverfi
Hljóð- hv framb. kv-framb. Blandað-
hafar y Xw + X ki>v ur ^ram^-
Skeggjastaða........... 21 0 0 0 20 1
Vopnafjarðar........... 41 5 0 0 17 19
Jökuldals............... 4 0 0 0 3 1