Studia Islandica - 01.06.1964, Page 64
III
ijgíramburður — g-framburður
Úr hljóðasambandinu ng [qg] í ósamsettum orðum hefur
g horfið í framburði á undan ýmsum samhljóðum:
langt [lauijgt11 > lauijt11],
lengdi [leiggdr > leirj^i],
vingsa [viijgsa > viijsaJ,
tungna [f'uijgna > Úuqna],
kringla [ khrii.]gla > khrii]la].
I orðum, sem hafa ng + l, svo sem í síðasta dæminu, hefur
fif-ið þó haldizt í framburði sumra. Eru aðalstöðvar þess
framburðar í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu, og víðar
á Norðurlandi kemur hann fyrir og raunar einnig á Suð-
vestur- og Vesturlandi, a. m. k. í fáeinum orðum. Verður
hann hér nefndur íjg-framburður til aðgreiningar frá tj-
framburðinum: [k!lriijla] o. s. frv.
Þá finnast þess einnig dæmi, að g sé borið fram í sam-
bandinu ng + n: tungna [f'uijgna], en fátíðara virðist það á
Norðurlandi en íjgl-framburðurinn.
Rannsókn sú, sem hér verður skýrt frá, beindist aðal-
lega að sambandinu ng +1, og var texti sá, er notaður var,
svohljóðandi: 1
1 fjörunni lágu þönglar á stangli. — Hann snýst eins
og kringla án þess að vinglast eða verða ringlaður. —
Hér dugir ekkert hangs, drengsi minn. — Mér leiðist
1 Hér er um sérrannsókn að ræða. Framkvæmdi B. G. hana á ýms-
um stöðum á Norðurlandi árið 1943. Fullnaðarskýrslur um yfirlits-
rannsókn varðandi þessa mállýzku eru ekki til.