Studia Islandica - 01.06.1964, Page 69
67
unum, sem sérrannsóknin náði til á áðurnefndum stöðum,
skiptist hann svo sem hér segir:
Framburðinn [urj^lig^yr] höfðu 53 hljóðhafar.
Framburðinn [uijliqgyr] höfðu 143 hljóðhafar.
Framburðinn [ul:iqgyr] höfðu 37 hljóðhafar.
Mest var um gg-framburð þessa orðs á Húsavík og við
Eyjafjörð, en á Hvammstanga og Blönduósi kom hann
ekki fyrir.
Orðmyndin lungnabólgu var ýmist borin fram:
[ luijg-nahoul^vJ eða [luijnaþoulgv].
Útbreiðslu fyrra framburðarins var háttað svo sem hér segir:
I Skagafirði............ 3 hljóðhafar
í Eyjafirði............. 5 hljóðhafar
Á Húsavík...............13 hljóðhafar
21
Orð með ng + s komu nokkur fyrir í textanum, eins og
áður er sýnt. Kom íjgs-framburður ekki fyrir, þegar undan
er skilinn einn hljóðhafi (í Eyjafirði), sem las vingsaði
r viij^saði |, en hafði ij-framburð á öðrum hliðstæðum orðum.
Þess skal getið, að rannsókn þessi fór einnig fram á eftir-
töldum stöðum á Austurlandi: Vopnafirði, Seyðisfirði, Eski-
firði og Reyðarfirði. Varð ijg-framburðar hvergi vart þar
eystra, svo að teljandi sé. Mállýzkumörkin hljóta því að
vera einhvers staðar á svæðinu frá Núpasveit við Öxarfjörð
til Vopnafjarðar, en um þau vantar nánari vitneskju.
Samkvæmt sérrannsóknum þessum var mest um ijg-fram-
burðinn á Húsavík og við Eyjafjörð vestanverðan. Niður-
stöður yfirlitsrannsóknanna hníga í sömu átt, svo langt sem
þær ná. Samkvæmt þeim höfðu um 77 % hljóðhafa á Siglu-
firði íjg-framburð, hreinan og blandaðan, og á Ólafsfirði
um 81%. I innsveitum Eyjafjarðar og á Akureyri heyrðist
hann hins vegar mun sjaldnar, en þegar til Suður-Þingeyjar-
sýslu kom, fór hans aftur að gæta meira. 1 Ljósavatns-