Studia Islandica - 01.06.1964, Page 70
68
skólahverfi kom hann fyrir hjá um 90% hljóðhafa, og er
það svipað og á Húsavík.
Ef haldið er vestur á bóginn til Skagafjarðar og Húna-
vatnssýslna, dregur smám saman úr íjg-framburðinum, en
engin skýr mállýzkumörk verða þó fundin. I Skagafirði
varð hans vart í öllum hreppum innan um íj-framburðinn.
Mest gætti hans í Holtsskólahverfi í Fljótum, og var hann
aðalframburður barna þar líkt og á Siglufirði, en annars
staðar í Skagafirði var hann mjög blandaður, sbr. sérrann-
sóknirnar. I Húnavatnssýslum var tig-framburður hvarvetna
blandaður, þar sem hann kom fyrir, en greina mátti hann í
máli 20 hljóðhafa alls í báðum sýslum, þar af 6 í Vestur-
Húnavatnssýslu. Þar fyrir vestan er fátt vitað um íjg-fram-
burðinn. Engin dæmi eru um hann frá Vestfjörðum, en í
Dalasýslu, Snæfellsnessýslu, Hnappadalssýslu, Mýrasýslu,
Borgarfjarðarsýslu og á Akranesi brá honum fyrir hjá 49
hljóðhöfum alls í orðmyndunum stönglum og (eða) söngl-
aði. 1 Kjósarsýslu, Gullbringusýslu, Hafnarfirði og Reykja-
vík kom íjg-framburður einnig fyrir hjá 67 hljóðhöfum í
einu orði (öngli). Þótt þessi orð veiti ekki nákvæma vitn-
eskju, má af þeim álykta, að einhverjar leifar qg-fram-
burðarins séu enn varðveittar um vestanvert landið gagn-
stætt því, sem raun varð á í Múlasýslum.