Studia Islandica - 01.06.1964, Side 71
IV
rl-, rn-framburður—(r)dl-, (r)dn-
framburður
Þar sem r og l standa saman í ósamsettum orðum, svo
sem í varla, karl o. s. frv., tíðkast þrenns konar framburður
í nútíðarmáli. Skal fyrst nefna hinn forna framburð [varla],
[kharl], sem nú er orðinn fátíður og hefur þokað fyrir fram-
burðinum [vardla], [khardl], sem er aðalframburður nú í
þessari stöðu víðast hvar á landinu. Stundum hverfur r-ið,
og er þá sagt [vadla], [khadlj o. s. frv. Er sá framburður
mjög mistíður eftir orðum.
Um sambandið rn gegnir sama máli í aðalatriðum. Dæmi:
Þarna [þarna-þar^lna-þa<lna], barn [þarn- þar<]n -þa<]n].
Hér verður fyrst skýrt frá niðurstöðum yfirlitsrannsókna
á útbreiðslu rl-, rn-framburðarins. Kannaður var lestur
skólabarna á Austur- og Suðurlandi frá Neskaupstað til
Reykjavíkur að báðum stöðum meðtöldum. Á eftir verða
birtar nokkrar niðurstöður sérrannsókna, en þær veita um
sumt nánari vitneskju en yfirlitsrannsóknirnar.
Framburðurinn [varla], [þarn] o. s. frv. er nefndur rl-,
rn-framburður, en hin afbrigðin rdl-, rdn-framburður og
dl-, dn-framburður.
Neskaupstaður.
Skólahverfi Hljóð- hafar rdl-, rdn- framb. rl-, rn- framb. Blandaður framb.
Neskaupstaðar 70 67 0 3
70 67 0 3
Blandaða framburðinum var þannig háttað, að allir hljóð-
hafarnir höfðu rdn-framburð, en notuðu rdl-framburð og