Studia Islandica - 01.06.1964, Page 75
73
ið allan sinn aldur í Vestur-Skaftafellssýslu. Sýnir þetta, að
rl-, rn-framburðurinn hér er ekki að fenginn, heldur leifar
eldri framburðar. Hjá blendingshljóðhöfunum gætti rl-, rn-
framburðarins yfirleitt lítið. Þó voru 2 hljóðhafar (í Leið-
vallarskólahverfi) með hreinan rl-framburð, en enginn hafði
hreinan rn-framburð. Á hinn bóginn höfðu 8 blendings-
hljóðhafar hreinan rdn-framburð og 1 hreinan rdl-fram-
burð. Athyglisvert er, að í tveim hreppum (þeir eru á Síðu
og í Fljótshverfi) varð rl-, rn-framburðar ekki vart. í lestri
barnanna varð aldrei vart dl-, dn-framburðar.
Helztu niðurstöður.
1 Vestur-Skaftafellssýslu var rdl-, rdn-framburður ríkj-
andi framburður barna, en lítið eitt bar á blönduðum fram-
burði í flestum hreppum.
rdl-, rdn-framburð höfðu......... 84,27%
rl-, rn-frarnburð höfðu............ 0,00%
Blandaðan framburð höfðu.......... 15,73%.
Rangárvallasýsla.
Skólahverfi Hljóð- hafar rdl-, rdn- framb. rl-, rn- framb. Blandaður framb.
Austur-Eyjafjalla . . . . 19 18 0 1
Vestur-Eyjafjalla .... 29 26 0 3
Austur-Landeyja 21 18 0 3
Vestur-Landeyja 7 7 0 0
Fljótshlíðar 21 19 0 2
Hvols 14 14 0 0
Rangárvalla 15 15 0 0
Landmanna 8 8 0 0
Holta 11 11 0 0
Ása 14 14 0 0
Djúpár 14 13 0 1
173 163 0 10
Af þeim 10 hljóðhöfum, sem blandaðan framburð höfðu,
rekja 5 báðar ættir til Rangárvallasýslu. 2 eru í a. æ. úr