Studia Islandica - 01.06.1964, Page 76
74
Suður-Múlasýslu, en í h. æ. úr Rangárvallasýslu, 2 eru í a. æ.
úr Vestmannaeyjum, en í h. æ. úr Rangárvallasýslu, og 1
er í b. æ. úr Vestur-Skaftafellssýslu. Athyglisvert er, að
enginn þessara hljóðhafa rekur ættir sínar til aðalsvæðis rl-,
rn-framburðarins, Austur-Skaftafellssýslu, svo að litlar lík-
ur eru til þess, að framburður þeirra sé að fenginn, enda
höfðu umræddir hljóðhafar — að einum undanskildum —
alið allan sinn aldur í Rangárvallasýslu. En þess skal einnig
gætt, að rl-, rn-framburðurinn er alger undantekning í máli
þessara barna og kom venjulega aðeins einu sinni fyrir (rl
eða rn) hjá hverjum hljóðhafa.
Hélztu niðurstöður.
f Rangárvallasýslu var rdl-, rdn-framburður ríkjandi
hjá börnum.
rdl-, rdn-framburð höfðu........ 94,22%
rl-, rn-framburð höfðu.......... 0,00%
Blandaðan framburð höfðu........ 5,78%.
Ámessýsla.
f Árnessýslu varð vart rl-, rn-framburðar hjá 6 hljóðhöf-
um alls — eða 1,86% þeirra, er hljóðkannaðir voru. Má því
kalla, að rdl-, rdn-framburður sé algerlega ríkjandi í sýsl-
unni. Hér sem viðar má raunar gera ráð fyrir, að dl-, dn-
framburður sé mikið notaður, en ekki varð hans vart í lestri
barnanna.
Af áðurnefndum 6 hljóðhöfum voru 3 í ölfusi, en hinir í
skólahverfum Stokkseyrar, Sandvíkur og Skeiða. Tveir
þeirra (báðir í ölfusi) brugðu fyrir sig bæði rl- og m-fram-
burði, en hjá hinum varð einungis vart annars hvors fram-
burðarins (eitt orð hjá hverjum). Orðin, sem komu fyrir
með rl-, rn-framburði, voru þessi: árla, hvernig, gjarnan,
súrna, fiskarnir. Nokkrir hljóðhafar í sýslunni höfðu einnig
framburðinn [fiskamr].