Studia Islandica - 01.06.1964, Qupperneq 77
75
Þessir hljóðhafar voru Árnesingar í báðar ættir að einum
undanteknum, sem átti ættir að rekja til Vestur-Skafta-
fellssýslu.
Reykjavík.
I Reykjavík var (r)dl-, (r)dn-framburður ríkjandi, en rl-,
rn-framburðar varð lítillega vart hjá 40 börnum — eða
1,82% þeirra, er hljóðkönnuð voru. Hafði 31 þeirra rl- eða
rn-framburð á einu orði aðeins (af 7, er í textanum voru),
en hin á tveimur, þremur eða fjórum orðum. Sýnir þetta,
hve lítið framburðar þessa gætti.
Við athugun á uppruna þessara 40 hljóðhafa kom í Ijós,
að 14 þeirra voru á einhvern hátt tengdir þeim byggðar-
lögum, þar sem rl-, rn-framburðurinn gengur að meira eða
minna leyti. Nokkrir hinna munu hafa orðið fyrir áhrifum
frá skaftfellskum kennara sínum. Einnig er líklegt, að börn-
in hafi lesið sum þessara orða (t. d. árla, súrna) eftir staf-
setningu, af því að þau hafi verið þeim lítt eða ekki kunn.
Þá skulu hér tilgreind fáein dæmi rl-, rn-framburðar úr
öðrum landshlutum en þeim, sem þegar hefur verið f jallað
um. Eru þau eftirfarandi:
Mýrasýsla.............
Snæfellsnessýsla......
Skagaf jarðarsýsla . . . .
Sigluf jörður.........
Eyjafjarðarsýsla......
Norður-Múlasýsla . . . .
1 hljóðhafi (rn),
1 hljóðhafi (rn),
1 hljóðhafi (rl),
1 hljóðhafi (rl),
3 hljóðhafar (rl, rn),
1 hljóðhafi (rl).
Enginn þessara hljóðhafa nema hinn síðastnefndi átti ætt
að rekja til rl-, rn-svæðisins.
1 endingunum -arnir, -irnir og -urnar (fiskarnir, menn-
irnir, kindurnar o. s. frv.) kemur einnig alloft fyrir fram-
burðurinn [amr], [inir] og [vnar], aðallega um suðvestur-