Studia Islandica - 01.06.1964, Page 79
77
firnin öll af hornum. Bjarni og Sturla vilja gjarnan
járna Stjörnu einhvern næstu daga. Karl og kerling
sáu birnu, sem var á ferli um hjarnið. Bræðurnir vökn-
uðu í fæturna, því að vegirnir yfir lægðirnar og götu-
skorningar allir voru farnir að blotna. Sveitarstjórnin
sendi Sörla korn og annan varning, þegar fór að harðna
í ári. Þarna er barn ofarlega í hlíðinni, sem fer óvar-
lega og þarfnast hjálpar. Þorleifur kom staurnum og
vírnum niður að tjörn. Kirnurnar með mörnum voru
bornar inn í dyrnar. Karlinn er nurlari. Það eru skorn-
ingar neðarlega í túninu. Hann fær varla margar perl-
ur. Það er ógerningur að svara þessari spurningu.
Hann kom hérna árla morguns. Vindurinn þyrlaði upp
ryki. Þekkirðu þetta eyrnamark? Þetta sveitabarn
leikur sér að hrútshornum hvern dag. Ég vildi ógjarn-
an rífa mig á gaddavírnum. Þeir eru nýfarnir að skafla-
jáma hestana.
1 sambandi við úrvinnslu þessara rannsókna skal eftir-
farandi tekið fram: Eitt orð textans, Þorleifur, var víðast
hvar lesið með rl-framburði, þ. e. [þarlekvYr]. Er því ekki
tekið tillit til þess við flokkunina. Sama máli virðist yfirleitt
hafa gegnt um orðin neöarlega, ofarlega og óvarlega, en
framburðar á þeim er að jafnaði ekki getið á rannsóknar-
blöðunum, nema þau væru borin fram með rdl-framburði,
sem stundum kom fyrir, einkum í Skaftafellssýslum og
Rangárvallasýslu.
V opnaf jarðarskólahverf i.
Hljóðkannaðir voru 23 hljóðhafar.
rl-, rn-framburð höfðu...... 0 - eða 0,00%
rdl-, (rjdn^-framburð höfðu . 23 - eða 100,00%
Blandaðan framburð höfðu . . 0 - eða 0,00%.
1 Svo í hdr. Sviginn mun tákna, að dn-framburður hafi komið fyrir.