Studia Islandica - 01.06.1964, Síða 82
80
framburður kom fyrir hjá 8 hljóðhöfum, en dl-framburð-
ar varð ekki vart.
Dyrhólaskólahverfi.
Hljóðkannaðir voru 13 hljóðhafar.
rl-, rn-framburð höfðu..... 0 - eða 0,00%
rdl-, rdn-framburð höfðu... 7 - eða 53,85%
Blandaðan framburð höfðu ... 6 - eða 46,15%.
Meðal blendingshljóðhafanna bar nokkuð á rl-framburði,
en rn-framburður kom varla fyrir. dn-framburður kom fyrir
hjá 10 hljóðhöfum, en dl-framburðar varð ekki vart að kalla.
Skólahverfi Austur- og Vestur-Eyjafjalla.
Hljóðkannaðir voru 23 hljóðhafar.
rl-, rn-framburð höfðu..... 0 - eða 0,00%
rdl-, rdn-framburð höfðu... 16 - eða 69,57 %
Blandaðan framburð höfðu ... 7 - eða 30,43%.
1 blandaða framburðinum gætti bæði rl- og rn-framburð-
ar lítið eitt. dn-framburður kom fyrir hjá 13 hljóðhöfum,
en dl-framburður heyrðist ekki. Hjá tveimur hljóðhöfum
bar á framburðinum t-mir] og [-ynar] í orðum eins og
drengirnir, telpurnar o. s. frv.
Þessar niðurstöður sérrannsóknanna styðja yfirleitt nið-
urstöður yfirlitsrannsóknanna hér að framan, að því er
varðar útbreiðslu rl-, rn-framburðarins. En af þeim verður
miklu meira ráðið um dl-, dn-framburðinn. Gætti dn-fram-
burðarins allmikið, og var hann langtíðastur í endingum
orða á undan viðskeyttum greini, t. d. í orðum eins og kálf-
arnir, drengirnir, telpurnar, fæturna, lœgðirnar o. s. frv.
Kynni að mega draga af þessu þá ályktun, að dn-framburð-
urinn eigi upptök sín í þessari stöðu. Er í þessu sambandi
athyglisvert, hve mjög lítið dl-framburðarins gætti í sam-
anburði við dn-framburðinn, en sambandið rl kemur tæp-
lega fyrir í þeirri stöðu, sem hér var vikið að.