Studia Islandica - 01.06.1964, Blaðsíða 83
V
Réttmæli — flámæli
Orðið réttmœli táknar hér „réttan“ framburð sérhljóð-
anna i, u, e og ö. Er þá átt við þann framburð þessara hljóða,
sem virðist hafa verið tíðastur með íslendingum á síðari
öldum. Orðið flámœli (hljóðvilla) er hins vegar haft um
breyttan eða ,,rangan“ framburð þeirra. Skal þetta skýrt
nokkru nánar.
a) [i: > i:]. I réttmælisframburði er i borið fram sem
frammælt, hálfnálægt, gleitt einhljóð. í flámælisfram-
burði fjarlægist hljóðið og nálgast hálffjarlæga hljóðið
[e:]. Sjaldan verður það þó að hreinu [e:], heldur er
um að ræða millihljóð milli [i:] og [e:], og er opnustig
þess misjafnt eftir því, hver í hlut á. 1 annan stað breyt-
ist munnopnan stundum, meðan á hljóðmynduninni
stendur. Verður síðari hlutinn þá fjarlægari en fyrri
hlutinn, svo að tvíhljóð ([ie: ]) myndast.
b) [v:>y:]. 1 réttmælisframburði er u borið fram sem
frammælt einhljóð, hálfnálægt-hálffjarlægt, kringt. I
flámælisframburði fjarlægist hljóðið og nálgast [ö:],
sem hefur hálffjarlægt-fjarlægt opnustig. Er hér einnig
um reikult millihljóð að ræða, sem getur orðið að tví-
hljóði.
c) [e: >e:]. í réttmælisframburði er e frammælt, hálf-
fjarlægt, gleitt einhljóð. í flámælisframburði nálægist
hljóðið, svo að úr verður millihljóð milli [e:] og [i:].
Opnustigið er tíðum mismunandi, eins og þegar i flá-
mælist.
d) [ö:>ö:]. I réttmælisframburði er ö frammælt einhljóð,
hálffjarlægt-fjarlægt, kringt. í flámælisframburði ná-
6