Studia Islandica - 01.06.1964, Side 84
82
lægist hljóðið, svo að það nálgast [y:J. Þetta flámælis-
hljóð er einnig reikult varðandi opnustig.
Oft eru flámælishljóðin einhljóð, en hitt er einnig al-
gengt, að þau séu tvíhljóð, eins og áður var vikið að. Er
síðari hlutinn þá ætíð fjarlægari, svo að einungis er um tvö
tvíhljóð að ræða: [ie:J og [yö:J. Þau eru tíðast hvarflandi.
Flámælið tekur aðallega til fyrrgreindra sérhljóða, þegar
þau eru löng, en til er hitt einnig, að stuttu hljóðin [i, e, y, ö]
flámælist, einkum ef flámælið er á háu stigi.
1 yfirliti því, sem hér fer á eftir, eru þeir hljóðhafar kall-
aðir flámæltir, sem notuðu flámælisframburð að einhverju
leyti, svo að óyggjandi væri. Oft nær flámælið aðeins til eins
hinna fjögurra hljóða. Auk þess getur framburður hljóðhaf-
ans verið þannig, að hann noti réttmælishljóð og flámælis-
hljóð á víxl, t. d. [i:] og [j:]. Slíkan framburð mætti kalla
blendingsframburð réttmælis og flámælis, þótt ekki sé gert
hér. Verður f jöldi flámæltra af þessum sökum víða meiri en
þeim gæti virzt eðlilegt, sem hlustar eftir málfari manna í
venjulegri ræðu.
í annan stað eru þeir kallaðir slappmæltir, sem stundum
hafa slappa hljóðmyndun á [i:] og [y:], ,,en orkað getur
tvímælis, hvort telja beri beinlínis flámælta".1 Sumir þess-
ara hljóðhafa höfðu tvíhljóðsskrið á fyrrnefndum sérhljóð-
um, þegar þau voru löng, en á slíku tvíhljóðsskriði og tví-
hljóðsflámæli er aðeins stigsmunur.
Rétt er að taka fram, að hér verður einungis skýrt frá
niðurstöðum yfirlitsrannsókna Björns Guðfinnssonar, því
að hann hafði ekki lokið sérrannsóknum sínum á flámæli,
er hann lézt. 1 þessu yfirliti er því ekki að finna nákvæma
lýsingu einstakra flámælishljóða, og í annan stað veitir það
litla vitneskju um þróun flámælisins. Flámælishljóðin verða
táknuð hér með [j:, y:, e:, ö:; j, y, e, ö] án tillits til þess,
hvort um einhljóð eða tvíhljóð er að ræða. Fylgir hverri
framburðarskrá yfirlit um tegundir flámælishljóða, sem
1 Sbr. B. G.: Breytingar á framburði og stafsetningu, 25. bls.