Studia Islandica - 01.06.1964, Page 116
114
um. Ætla má, að flámælishljóðin hafi að jafnaði verið ein-
hljóð, því að í athugasemdum er stundum getið um tvíhljóðs-
flámæli í tilteknum orðum.
Flámælissvæði Norðurlands.
Svæði þetta nær yfir Húnavatnssýslur að mestu leyti. I
vestasta hreppnum, Staðarhreppi, varð flámælis ekki vart,
og má því telja mállýzkumörkin á mótum Staðarhrepps og
Fremri-Torfustaðahrepps. Austur á bóginn nær svæði þetta
að sýslumörkum Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjarðar-
sýslu. Raunar varð flámælis vart austan sýslumarkanna (í
Skefilsstaðahreppi), en þau börn þar, sem flámælt voru,
áttu aðra ætt sína að rekja til flámælissvæða, og skýrir það
framburð þeirra.
Á fyrrgreindu flámælissvæði var hljóðvillan mjög mis-
mikil. I Torfalækjarhreppi og Bólstaðarhlíðarhreppi varð
hennar ekki vart, en hámarki náði hún í Höfðahreppi
(um 62%).
Framburðaryfirlit. Heildarniðurstöður um framburð
þeirra 155 barna, sem hljóðkönnuð voru á þessu svæði, eru
sem hér segir:
Réttmælt voru........... 93 - eða 60,00%
Slappmælt voru.......... 13 - eða 8,39%
Flámælt voru............ 49 - eða 31,61%.
Tegundir liljóða. Allir flámælishljóðhafar, sem kannaðir
voru í Húnavatnssýslum, höfðu hljóðið [j:] og flestir einnig
[y:]. Hljóðin [e:] og [ö:] voru mjög fáheyrð. Flámælið var
nær eingöngu á löngum hljóðum. Aðeins einn hljóðhafi (í
Sveinsstaðaskólahverfi) var flámæltur á stuttu i.
Árið eftir - eða 1943 - framkvæmdi Björn Guðfinnsson
sérrannsóknir á flámæli og fleiri atriðum framburðar á
Blönduósi og Skagaströnd. Urðu niðurstöður hans þá í flestu
samhljóða niðurstöðum yfirlitsrannsóknanna varðandi flá-