Studia Islandica - 01.06.1964, Side 117
115
mælið. Sá munur var þó á, að nokkru meira gætti hljóðanna
[e:] og [ö:] við sérrannsóknirnar en áður, einkum á Skaga-
strönd.
Flámælissvæði Austurlands.
Svæðið nær yfir báðar Múlasýslur og Austur-Skaftafells-
sýslu nema vestasta hreppinn, Hofshrepp. Takmörkin að
norðan eru ekki skörp, því að flámæli varð greint í fram-
burði þriggja barna í Sauðaneshreppi í Norður-Þingeyjar-
sýslu. Suðurtakmörkin eru hins vegar skýr, því að flámæli
heyrðist ekki í máli öræfinga, en í næstu sveit, Borgarhafn-
arhreppi, höfðu um 54% hljóðhafa flámælisframburð. Á
umræddu svæði var flámæli alltítt í öllum hreppum, sem
rannsóknin náði til, svo og á Seyðisfirði og í Neskaupstað.
Minnst gætti þess á Jökuldal (25%), en mest í Fáskrúðs-
fjarðar-, Breiðdals- og Beruneshreppi í Suður-Múlasýslu og
Bæjarhreppi í Austur-Skaftafellssýslu. I þessum fjórum
hreppum voru allir hljóðhafarnir greinilega flámæltir.
Framburðaryfirlit. Á flámælissvæði Austurlands var
hljóðkannað 501 barn. Eru heildarniðurstöður svohljóðandi:
Réttmælt voru.......... 122 - eða 24,35%
Slappmælt voru......... 56 - eða 11,18%
Flámælt voru........... 323 - eða 64,47%.
Tegundir liljóða. Flámælishljóðin á Austurlandi voru nær
eingöngu [j:] og [y:]. 1 Norður-Múlasýslu og á Seyðisfirði
komu önnur flámælishljóð ekki fyrir í lestri barnanna. Þar
varð ekki heldur greint flámæli á stuttum hljóðum. Á suður-
hluta svæðisins var þetta raunar svipað. Aðeins 6 hljóðhaf-
ar alls reyndust flámæltir á öllum löngu hljóðunum, og 3
hljóðhafar (í Neskaupstað) voru flámæltir á löngu e, en
réttmæltir að öðru leyti. Aðeins 2 hljóðhafar (báðir í Suður-
Múlasýslu) virtust vera flámæltir á stuttum hljóðum, en
annar þeirra var réttmæltur á löngu hljóðunum. Er það
einsdæmi í þessum rannsóknum.