Studia Islandica - 01.06.1964, Síða 118
116
Árið 1943 framkvæmdi Björn Guðfinnsson sérrannsóknir
á ýmsum stöðum eystra. Gætti hljóðanna [e:] og [ö:] þá
mun meira en við yfirlitsrannsóknirnar. Að öðru leyti voru
niðurstöður beggja rannsóknanna svipaðar.
Réttmælissvæði.
Milli þriggja áðurnefndra flámælissvæða eru þrjú rétt-
mælissvæði. Hefur áður verið skýrt frá takmörkum þeirra
og flámælissvæðanna. Eins og sjá má af skýrslunum, er
framburðurinn dálítið mishreinn á þessum svæðum. Hrein-
astur var hann á Vestfjörðum og í norðurhluta Dalasýslu,
og í annan stað í Vestur-Skaftafellssýslu. Víðast annars
staðar varð eitthvað vart flámælis og slappmælis, og má í
því sambandi einkum nefna Mýrasýslu, Snæfellsnessýslu,
Dalasýslu sunnan til, Siglufjörð, Rangárvallasýslu og Ár-
nessýslu.
Heildaryfirlit yfir réttmæli og flámæli.
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir réttmæli og
flámæli um land allt. Nú verða dregnar saman aðalniður-
stöðurnar í hverjum kaupstað og hverri sýslu.
Kaupstaðir og sýslur Réttmæli Slappmæli Flámæli
Reykjavík 48,00% 13,45% 38,55%
Hafnarfjörður 45,46% 10,45% 44,09%
Gullbringusýsla .... 35,30% 10,66% 54,04%
Kjósarsýsla 40,74% 13,89% 45,37%
Akranes 33,33% 11,11% 55,56%
Borgarfjarðarsýsla 47,73% 0,00% 52,27%
Mýrasýsla 75,00% 11,11% 13,89%
Hnappadalssýsla 89,66% 6,90% 3,44%
Snæfellsnessýsla 79,61% 7,28% 13,11%
Dalasýsla 81,18% 10,59% 8,23%
A.-Barðastrandarsýsla .... 100,00% 0,00% 0,00%
V.-Barðastrandarsýsla 97,58% 0,00% 2,42%
V.-lsafjarðarsýsla 97,04% 2,96% 0,00%
Isafjörður .... 100,00% 0,00% 0,00%
N.-lsafjarðarsýsla 98,18% 0,00% 1,82%
Strandasýsla 95,60% 0,00% 4,40%