Studia Islandica - 01.06.1964, Qupperneq 119
117
Kaupstaðir og sýslur Réttmæli Slappmæli Flámæli
V.-Húnavatnssýsla 63,34% 3,33% 33,33%
A.-Húnavatnssýsla 60,00% 11,00% 29,00%
Skagafjarðarsýsla 90,55% 4,97% 4,48%
Siglufjörður 86,84% 3,51% 9,65%
Eyjafjarðarsýsla 91,80% 5,25% 2,95%
Akureyri 94,86% 2,28% 2,86%
S.-Þingeyjarsýsla 92,50% 4,58% 2,92%
N.-Þingeyjarsýsla 90,65% 5,61% 3,74%
N.-Múlasýsla 33,61% 9,25% 57,14%
Seyðisfjörður 26,19% 14,29% 59,52%
Neskaupstaður 31,43% 12,86% 55,71%
S.-Múlasýsla 14,42% 11,26% 74,32%
A.-Skaftafellssýsla 44,07% 11,86% 44,07%
V.-Skaftafellssýsla 98,88% 1,12% 0,00%
Rangárvallasýsla 80,35% 10,40% 9,25%
Árnessýsla 75,47% 10,25% 14,28%.
Áður hefur verið tekið fram, að hér eru þeir einir settir
í flokk hinna réttmæltu, sem höfðu réttmælisframburð á öll-
um hinna fjögurra sérhljóða, sem hér um ræðir, þ. e. i, u, e,
og ö. Mikill meiri hluti hinna flámæltu (og slappmæltu)
hafði sum þessara hljóða rétt, einkum e og ö, eins og skýrsl-
urnar sýna.
Á öllu landinu voru hljóðkannaðir 6520 hljóðhafar með
lestraraðferðinni, og skiptast þeir þannig:
Réttmæltir voru ............... 63,62%
Slappmæltir voru .............. 9,11%
Flámæltir voru ............... 27,27%.