Studia Islandica - 01.06.1964, Síða 120
VI
Einhljóð eða tvíhljóð á undan ng, nk
Einhljóð á undan ng, nk hafa lengi verið eitt meginsér-
kenni vestfirzks framburðar. Hafa menn þar borið fram a
í orðum eins og gangur og banki, þ. e. [g-ag&yr], [baijjkji],
e í orðum eins og lengi og krenkja: [lerjjg-ji], [khret]jkja] og
ö í orðum eins og þröngur og hönk: [þrötjgvr], [höqk11].
Verður þessi framburður hér nefndur einhljóðaframburður
eða einhljóðaframburðurinn vestfirzki til aðgreiningar frá
einhljóðaframburðinum á undan gi [ji], sem tíðkast á Suð-
austurlandi.
Rannsókn þessa framburðar fór að sjálfsögðu aðallega
fram á Norðvesturlandi. Voru hljóðkönnuð skólabörn á
svæðinu frá mörkum Mýrasýslu og Hnappadalssýslu að
Hrútafjarðará, en í annan stað börn í Reykjavík, Hafnar-
firði og Gullbringusýslu.
Það skal tekið fram, að hér var um yfirlitsrannsókn að
ræða. Texti sá, er notaður var við hljóðkönnunina, er ekki
fyrir hendi nú, en framburðarspjöldin sýna, að rannsóknin
hefur náð til eftirfarandi hljóðasambanda:
a + ng — a + nk — e+ng — ö + ng.
f framburðarskránum hér á eftir eru þeir hljóðhafar tald-
ir hafa einhljóðaframburð, sem höfðu einhljóð í áðurnefnd-
um samböndum öllum, en tvíhljóðaframburð þeir, sem þar
höfðu tvíhljóð ([au, ei, öy]). 1 sambandi við blandaða fram-
burðinn, sem var langtíðastur meðal Vestfirðinga, verður á
hverjum stað birt skrá, sem sýnir útbreiðslu hvers einhljóða-
sambands um sig, og á eftir verður gerður samanburður á
heildarútbreiðslu þeirra.