Studia Islandica - 01.06.1964, Side 133
131
Uppruni hljóðhafa þeirra, er tvíhljóðaframburð höfðu:
1) 12 hljóðhafar í b. æ. úr Strandas.
2 hljóðhafar í b. æ. frá Norðurlandi.
1 hljóðhafi í a. æ. úr Strandas., í h. æ. frá Suðurlandi.
1 hljóðhafi í a. æ. úr Strandas., í h. æ. frá Dýrafirði.
1 hljóðhafi í a. æ. úr Strandas., í h. æ. úr Dalas.
1 hljóðhafi í a. æ. úr Reykjavík, í h. æ. frá Akureyri.
Yfirlit þetta sýnir, að um 67% þeirra, sem tvíhljóðafram-
burð höfðu, röktu báðar ættir til Strandasýslu. Er því aug-
ljóst, að tvíhljóðaframburður hefur náð þar allmikilli festu.
Helztu niðurstöður.
Einhljóðaframburð höfðu............ 1,10%
Tvíhljóðaframburð höfðu ........... 19,78%
Blandaðan framburð höfðu.......... 79,12%.
I sýslunni voru hljóðkannaðir 80 meðal fullorðins fólks.
Höfðu 59 þeirra tvíhljóðaframburð, en 21 blandaðan fram-
burð. Hreinn einhljóðaframburður kom ekki fyrir. Blend-
ingshljóðhafarnir varðveittu einhljóðaframburð einungis í
sambandinu a + ng. Hjá 4 þeirra kom fyrir [ai] í áðurnefndu
sambandi. Þess varð einnig vart hjá einu barni í sýslunni, en
ekki varð þess vart víðar, svo að fullvíst megi telja.
Nú hefur verið greint frá niðurstöðum rannsókna á út-
breiðslu einhljóða + ng, nk í þeim kaupstöðum og sýslum,
sem ástæða þótti til að rannsaka í þessu skyni. En þótt áður-
nefnd framburðaratriði væru ekki athuguð sérstaklega í
öðrum landshlutum, urðu könnuðirnir þeirra lítillega varir
á nokkrum stöðum, einkum hjá fólki, sem ættað var af Vest-
fjörðum. Verður þeirra tilvika nú getið.
Á Akranesi hafði einn hljóðhafi blandaðan framburð. Bar
hann fram [ayg-] og [ajjjkj] í orðunum langur og hanki.
Hann var af Vestf jörðum að uppruna.