Studia Islandica - 01.06.1964, Page 134
132
I Leirársveit í Borgarfirði varð einhljóðaframburðar vart
hjá 2 hljóðhöfum. Annar þeirra, Vestfirðingur að uppruna,
hafði hann hreinan, en bar einnig fram [iqg] og [njk] í
orðunum yngri og kinka. Hinn hljóðhafinn, Borgfirðingur
að uppruna, bar fram [aijk] í rankaöi, en hafði tvíhljóða-
framburð að öðru leyti.
f Austur-Húnavatnssýslu kom fyrir einhljóðaframburður
(blandaður) hjá 2 hljóðhöfum (a + ng, nk). Voru báðir
Húnvetningar í a. æ., en Sunnlendingar í h. æ.
í Skagafirði komu einhljóðin fyrir hjá 5 hljóðhöfum alls
(4 börnum og 1 fullorðnum). Höfðu 3 blandaðan framburð
(allir í a. æ. frá Vestfjörðum). Hinir 2 (feðgar í Fljótum)
höfðu hreinan einhljóðaframburð á vestfirzka vísu, en voru
þó Fljótamenn fram í ættir.
Á Akureyri hafði einn hljóðhafi a á undan nk, ennfremur
einn hljóðhafi í Norður-Þingeyjarsýslu. Var sá fyrrnefndi
Vestfirðingur í a. æ., en hinn hafði dvalizt á Vestfjörðum.
Heildaryfirlit.
Við rannsókn einhljóðaframburðarins vestfirzka komu
alls fyrir 589 hljóðhafar með blandaðan framburð. Var
framburði þeirra háttað svo sem hér segir:
a + ng höfðu...... 490 hljóðhafar - eða 83,19%.
ö + ng höfðu...... 437 hljóðhafar - eða 74,19%.
e + ng höfðu...... 170 hljóðhafar - eða 28,86%.
a + nk höfðu...... 540 hljóðhafar - eða 91,68%.
Yfirlit þetta sýnir, að einhljóðsframburður er tíðastur,
þar sem a fer á undan nk. Gæti það bent til þess, að ein-
hljóðin varðveitist fremur á undan nk en ng. Næst kemur
sambandið a + ng, þá ö + ng og loks e + ng, sem er langfá-
gætast og hverfur að mestu, þegar kemur út fyrir aðalsvæði
einhljóðanna, þ. e. frá Vestur-Barðastrandarsýslu til Norð-
ur-ísafjarðarsýslu (að báðum meðtöldum). Á þessu svæði
er ekki mikill munur á útbreiðslu a og ö á undan ng, en þeg-