Studia Islandica - 01.06.1964, Page 136
VII
Einhljóð eða tvíhljóð á undan gi [ji]
Á undan gi [ji] hafa eftirfarandi sérhljóð (einhljóð) í ís-
lenzku tvíhljóðazt víðast hvar á landinu:
a: hagi [haiji]. o: bogi [þoiji].
e: tregi [threiji]. u: hugi [hviji].
i: stigi [sdiiji]. ö: lögin [löijin].
Sums staðar á landinu, einkum í Skaftafellssýslum, eru
þó borin fram einhljóð í þessari stöðu, og halda þau að
jafnaði fullri lengd. Dæmi: hagi [ha:ji], tregi [thre:ji],
stigi [sdi: ji] o. s. frv. Er þessi framburður hér nefndur ein-
hljóðaframburður, en hinn fyrrnefndi tvíhljóðaframburður.
Fóru rannsóknir á einhljóðaframburðinum fram á samfelldu
svæði frá mörkum Norður- og Suður-Múlasýslu suður og
vestur um land allt að mörkum Kjósar- og Borgarfjarðar-
sýslu. Aðalheimkynni hans eru á austurhluta þessa svæðis,
en á Suðvesturlandi ber lítið á honum, eins og skýrslurnar
sýna. í öðrum landshlutum varð einhljóðanna lítillega vart
á stöku stað (sbr. Mállýzkur I, 66. bls.), og verða þau dæmi
einnig tilgreind. Takmörk mállýzkusvæðanna eru mjög
óskýr, svo að engar markalínur verða dregnar hér. Þess
skal þó getið, að með orðinu einhljóðasvæði, sem stundum
kemur fyrir hér á eftir, er átt við Skaftafellssýslur. Þá ber
einnig að geta þess, að flokkun hljóðhafa eftir einhljóða-
framburði og tvíhljóðaframburði, sem hér er viðhöfð, er
ekki miðuð við sambandið e + gi. Það hefur sérstöðu sökum
þess, hve einhljóðaframburður á því er fátíður.