Studia Islandica - 01.06.1964, Page 142
140
kynni af Skaftfellingum, og er það vafalítið nægileg skýr-
ing á framburði þeirra.
Þá eru eftir 56 blendingshljóðhafar. Allmargir þeirra eru
ættaðir úr Árnessýslu og vestari hluta Rangárvallasýslu. 1
þessum sveitum varð einhljóðanna sums staðar vart, og má
gera ráð fyrir þeim í meira mæli hjá eldri kynslóðinni. 1
annan stað rekja sumir aðra ætt sína til Vestmannaeyja.
Þar fór hljóðkönnun ekki fram, en líklegt er, að einhljóð-
anna gæti þar eitthvað. Þá er þess að gæta, að hjá þeim,
sem áttu ekki ættir að rekja til einhljóðasvæðisins né höfðu
dvalizt þar, voru einhljóðin yfirleitt fátíð.
Helztu niðurstöður.
Tvíhljóðaframburður var ríkjandi hjá börnum í Reykjavík.
Einhljóðaframburð höfðu.......... 0,00%
Tvíhljóðaframburð höfðu ......... 93,50%
Blandaðan framburð höfðu......... 6,50%.
Hafnarfjörður.
Skólahverfi Hljóð- hafar Einhljóða- Tvíhljóða- framb. framb. Blandaður framb.
Hafnarfjarðar 220 0 210 10
220 0 210 10
Við athugun á uppruna hljóðhafa kemur í ljós, að af þeim
10 hljóðhöfum, sem blandaðan framburð höfðu, áttu 5 ættir
- aðra eða báðar - í Skaftafellssýslum og Suður-Múlasýslu,
en 4 voru ættaðir úr Rangárvalla- og Árnessýslu. Virðist ein-
hljóðaframburður í Hafnarfirði nær eingöngu að fenginn.
Helztu niðurstöður.
Einhljóðaframburð höfðu.......... 0,00%
Tvíhljóðaframburð höfðu ......... 95,45%
Blandaðan framburð höfðu......... 4,55%.