Studia Islandica - 01.06.1964, Page 144
142
skaftfellsku fólki, en sumir ættaðir þaðan að austan. Var
einhljóðaframburður því eingöngu að fenginn í sýslunni.
Helztu niðurstöður.
Einhljóðaframburð höfðu......... 0,93%
Tvíhljóðaframburð höfðu ........ 96,30%
Blandaðan framburð höfðu........ 2,78%.
Á Vestur- og Norðurlandi og norðanverðu Austurlandi
varð einhljóðaframburðar sums staðar lítillega vart innan
um tvíhljóðaframburðinn. Skulu þau dæmi nú tilgreind.
1 Dalasýslu höfðu 5 hljóðhafar blendingsframburð. Höfðu
2 þeirra einhljóðin [a:, i:, y:] á undan [ji] (bagi, flygi,
huginn o. fl. orð), en annar þeirra auk þess [d:] (logi).
Röktu þeir báðir aðra ætt til Skaftafellssýslu. Hinir hljóð-
hafarnir báru fram [d :] og [e:] í orðunum vogina og þveg-
inn, en um tengsl þeirra við einhljóðasvæðið var ekki vitað.
1 Barðastrandarsýshi kom fyrir einhljóðaframburður
(blandaður) hjá 10 hljóðhöfum. Báru 9 þeirra fram [d :]
(vogina), einn af þeim þar að auki [a:] og [ö:] (bardagi,
lögin), en einn hafði [e:] í þveginn. Þessir hljóðhafar voru
allir ættaðir af tvíhljóðasvæðinu.
Á fsafirði höfðu 7 hljóðhafar [d : ji] (vogina), en ekki
einhljóð + [ji] í öðrum samböndum. Þeir voru ættaðir af
tvíhljóðasvæðinu.
1 Norður-ísafjarðarsýslu höfðu 10 hljóðhafar einnig
[o: + ji] (vogina) og einn þeirra þar að auki [ö:] (lögin).
Voru þeir allir Vestfirðingar að uppruna.
I Eyjafjarðarsýslu varð einhljóðaframburðar vart hjá 2
hljóðhöfum. Annar hafði hann hreinan, en hinn bar fram
[d : + ji] (flogið). Báðir hljóðhafarnir voru norðlenzkir
að kyni.
Á Akureyri höfðu 2 hljóðhafar einhljóðaframburð ([d:,
y : + j i ]). Áttu þeir báðir aðra ætt að rekja til Skaftafells-
sýslu.