Studia Islandica - 01.06.1964, Page 145
143
I Norður-Múlasýslu og á Seyðisfirði kom fyrir [o: + ji]
(flogið) hjá þremur hljóðhöfum alls. Einn þeirra hafði auk
þess [ö:] (drögin). Áttu þeir ættir að rekja til Suður-
Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu.
Heildaryfirlit yfir útbreiðslu einstakra einhljóða.
Við rannsóknirnar kom í ljós, að munur var á útbreiðslu
einhljóðanna [a:, e:, i:, o:, y:, ö:] á undan gi [ji]. Voru
sum algengari en önnur. Áður hefur verið getið um sam-
bandið e + gi, sem flestir bera fram með tvíhljóðsframburði,
enda þótt hinir sömu hafi einhljóðaframburð, er til hinna
sambandanna kemur. Eftirfarandi yfirlit sýnir útbreiðslu
hvers einhljóðs um sig í þeirri stöðu, sem hér um ræðir.
Tákna tölurnar f jölda þeirra hljóðhafa, sem höfðu einhljóða-
framburð, hreinan eða blandaðan.
Kaupstaðir og sýslur a + gi e + gi i + gi o + gi u + gi ö + gi
Reykjavík 60 5 98 88 80 28
Hafnarfjörður 2 0 5 8 3 2
Gullbringusýsla 1 0 10 12 9 0
Kjósarsýsla 4 1 4 4 3 3
Neskaupstaður 8 0 8 9 8 10
Suður-Múlasýsla 113 26 103 112 104 104
Austur-Skaftafellssýsla . 59 19 59 59 59 59
Vestur-Skaftafellssýsla . 86 28 86 85 86 88
Rangárvallasýsla 21 1 19 28 16 17
Árnessýsla 16 1 9 12 13 11
370 81 401 417 381 322
Yfirlit þetta sýnir, að munurinn á útbreiðslu einhljóðanna
er ekki stórvægilegur, þegar sambandið e + gie r undan skilið.
Einkum er hann lítill á aðaleinhljóðasvæðinu. En þegar kem-
ur á þéttbýlissvæði Suðvesturlands, þar sem tvíhljóðafram-
burður er ríkjandi, virðast einhljóðin [o:] og [i:] einna líf-
seigust. 1 dæmum þeim um einhljóðaframburð af Vestur- og
Norðurlandi, sem áður voru tilfærð, er [o:] einnig tíðast.