Studia Islandica - 01.06.1964, Page 146
VIII
Önghljóð eða lokhljóð á undan ð
Flestir Islendingar bera fram önghljóð + ð í orðum eins
og hafði, sagði: fhavði], [saqði]. Sumir bera þó fram lok-
hljóð í stað önghljóðanna: fhabði], fsagði]. Fyrrnefndi
framburðurinn verður hér kallaður önghljóðaframburður
eða vð-, qð-framburður, en hinn síðarnefndi lokhljóðafram-
burður eða bð-, gö-f ramburður.
Hér verður einnig að geta þriðja framburðarafbrigðis-
ins á samböndunum fð, gð, þótt fátítt sé. Á Vestfjörðum
báru sumir (einkum fullorðið fólk) fram önghljóð + [d]:
[havdi], [saqcii]. I framburði þeirra varð v-hljóðið stund-
um tvívaramælt: [haþiji]. Hinir sömu hljóðhafar höfðu
einnig oft áþekkan framburð á sambandínu rð: [rcl]: heyrðu
[heirdv] o. s. frv.
Rannsókn þessara framburðaratriða náði um land allt til
hljóðhafa á aldrinum 10—13 ára, sem hljóðkannaðir voru
með lestraraðferðinni. Hér verður því birt framburðarskrá
úr öllum kaupstöðum og sýslum, þar sem rannsókn fram-
burðar fór fram. Á Austur- og Suðurlandi, þar sem öng-
hljóðaframburðurinn er algerlega ríkjandi, eru aðeins birtar
heildarniðurstöður í hverjum kaupstað og sýslu.
Um texta þá, sem notaðir voru við hljóðkönnunina, vísast
til þess, sem segir um það efni í Mállýzkum 1,136. bls. o. áfr.
I sambandi við framburðarskrána skal vakin athygli á
eftirfarandi atriðum:
a) Yfir dálka þeirra hljóðhafa, er önghljóðaframburð
höfðu, eru sett hljóðtáknin qð, vð, en dálkar þeirra, sem
lokhljóðaframburð höfðu, auðkenndir með gð, þð.