Studia Islandica - 01.06.1964, Page 147
145
b) Hjá mörgum hljóðhöfum á Vestur- og Norðurlandi kom
fram lokhljóðsframburður ([§]) á einu orði í textan-
um, þótt þeir hljóðhafar hefðu að öðru leyti hreinan
önghljóðaframburð. Hjá sumum var þetta í orðinu
byggö, en hjá öðrum í styggðust, og virðist svo sem orð
þessi hafi verið hvort í sínum texta. Hér á eftir verður
þessum hljóðhöfum til hægðarauka skipað í flokk með
þeim, sem höfðu framburðinn [qð, vð], því að líklegt
er, að hér hafi gætt áhrifa frá ritmálinu.1 Á eftir
hverri framburðarskrá verður getið um fjölda þess-
ara hljóðhafa.
Þegar þessu er lokið, verður gerð nánari grein fyrir fram-
burði blendingshljóðhafa, enn fremur skýrt frá uppruna
hljóðhafa, ef þörf þykir, til skýringar á framburðinum. Síð-
an verða niðurstöðurnar eftir venju dregnar saman á hverj-
um stað. Á sumum stöðum, einkum á Vestfjörðum, er á eftir
þessu skotið inn dæmum um önnur framburðaratriði, sem
varða önghljóð eða lokhljóð. Loks verður getið um framburð
fullorðins fólks, þar sem vitneskja um hann er fyrir hendi.
Reykjavík.
Skólahverfi Hljóð- hafar qð, vð gö, l*ð Blandaður framb.
Miðbæjar 900 881 0 19
Austurbæjar 1000 988 1 11
Laugarness 200 190 1 9
Skildinganess 100 100 0 0
2200 2159 2 1 39 =
Þess verður að geta, að mörkin milli þeirra, sem hafa
önghljóðaframburðinn, og hinna, sem hafa blandaðan fram-
burð, eru ekki fyllilega skýr, því að með fyrri hópnum eru
1 Sbr. B. G.: Mállýzkur I, 127. bls.
10